Lífið

Mikið stuð í Vesturbænum

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Auður Jónsdóttir voru meðal gesta Láru.
Fréttablaðið/Anton
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Auður Jónsdóttir voru meðal gesta Láru. Fréttablaðið/Anton
Lára Björg Björnsdóttir gefur út sína fyrstu bók um þessa jól sem ber heitið Takk útrásarvíkingar. Lára Björg hélt óneitanlega sérstakt útgáfuhóf á föstudagskvöldið en það fór fram á heimili hennar í Vesturbænum

Fjöldi góðra gesta mættu til að samgleðjast Láru með bókina en systir hennar, Birna Anna Björnsdóttir, flaug meðal annars heim til Íslands frá New York. Lesið var uppúr bókinni við góðar viðtökur og þá flutti faðir Láru, Björn Ragnarsson, gamanmál sem vakti mikla kátínu.
Ingunn Hauksdóttir og Elva Dögg Melsteð létu sjá sig í Vesturbænum.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, og Þórir Ingólfsson létu sig ekki vanta.


Bókamaður Páll Valsson og Soffía Guðmundsdóttir litu við.
Kristbjörn Helgason, Guðmundur Arnlaugsson og Anna Tryggvadóttir skemmtu sér konunglega.
Systurnar Birna Anna og Lára Björg með föður sinn, Björn Ragnarsson, á milli sín. Björn fór með gamanmál í útgáfuteitinu sem vakti mikla kátínu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.