AGS vill hækka fjármagnstekjuskatt 12. júlí 2010 12:38 Fjármálaráðherra beindi því til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vinna skýrslu um íslenska skattkerfið. Hún liggur nú fyrir en í henni er farið yfir allt tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs og gerð grein fyrir kostum og göllum þess fyrirkomulags sem hér er í skattamálum. Þá heimsóttu sérfræðingar í opinberum fjármálum Ísland og ræddu við marga opinbera aðila, hagsmunasamtök og fræðimenn. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar til að auka tekjur ríkissjóðs ef þess er talin þörf. Í skýrslunni segir að íslenska skattkerfið sé nú þegar búið mörgum eiginleikum hins besta sem völ er á í þessum efnum. Það sé tiltölulega einfalt með lágum skatthlutföllum, breiðum skattstofnum og lítið sé um sérstakar undanþágur eða möguleika til að komast undan skattlagningu. „Þess vegna skilar skattkerfið hlutfallslega miklum tekjum og lágmarkar neikvæð áhrif á atvinnustig, efnahagsstarfsemi og reglubyrði. Ísland hefur þannig búið við hátt tekjuhlutfall samanborið við önnur OECD-lönd og jafnvel önnur Norðurlönd eins og kemur fram hjá OECD Revenue Statistics, upplýsingaveitu OECD um skatttekjur." Þar segir að tillögurnar um endurbætur á því byggist á þessum styrkleika, fremur en að lagt sé til að vikið verði umtalsvert frá því skipulagi skattlagningar sem fyrir er. Þær miðast að því að lágmarka skaðleg áhrif á atvinnu og hagvöxt og fjarlægja þætti sem ekki samræmast alþjóðlegri venju. „Tillögum um breytingar á sköttum - sem sumar fela einnig í sér mótvægisaðgerðir til handa þeim tekjulægri - er ætlað að auka tekjur að nokkru í samræmi við áform stjórnvalda en einnig að jafna tekjudreifingu. Þær auknu skatttekjur sem framkvæmd tillagnanna hefði í för með sér væri hægt að nota til að bæta fjárhag ríkissjóðs eða til að lækka almenn skatthlutföll að óbreyttum heildartekjum." Í skýrslunni er lagt til að skattur á fjármagnstekjur einstaklingar og fyrirtækja verði hækkaður úr 18% í 20% sem myndi auka skatttekjur um 0,3 prósent af vergri landsframleiðslu. Í skýrslunni er fjallað um íslenska skattkerfið í samanburði við önnur Norðurlönd, Evrópulönd og aðildarríki OECD. Áragnur í tekjujöfnun byggist á sterku velferðarkerfi, fjármagnað með skattkerfi með góða tekjuöflunareiginleika. Ef sighækkun skatta fer yfir tiltekin mörk dregur úr tekjuöflunargetunni vegna truflandi áhrifa á hagrænar ákvarðanir, hreyfanleika skattstofna og möguleika til undanskots á sköttum. „Þetta grefur undan möguleikum ríkisvaldsins til að jafna tekjur á skilvirkan hátt. Niðurstaðan er sú að meginframlag íslenska skattkerfisins til tekjujöfnunarstefnu stjórnvalda þarf að vera að afla nægra tekna á skilvirkan hátt, fremur en að draga úr ójöfnuði upp á eigin spýtur." Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar hafist handa um endurskoðun á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs með það fyrir augum að auka tekjujöfnunareiginleika, hagvaxtaráhrif og skilvirkni kerfisins. „Með tekjuaukningu er ætlunin að bæta stöðu opinberra fjármála í kjölfar efnahagshrunsins og fjármagna stefnu stjórnvalda að auka tekjujöfnun og styrkja hið félagslega öryggisnet og opinbera þjónustu á þeim sviðum þar sem hún telst lakari en á hinum Norðurlöndunum." Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira
Fjármálaráðherra beindi því til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vinna skýrslu um íslenska skattkerfið. Hún liggur nú fyrir en í henni er farið yfir allt tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs og gerð grein fyrir kostum og göllum þess fyrirkomulags sem hér er í skattamálum. Þá heimsóttu sérfræðingar í opinberum fjármálum Ísland og ræddu við marga opinbera aðila, hagsmunasamtök og fræðimenn. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar til að auka tekjur ríkissjóðs ef þess er talin þörf. Í skýrslunni segir að íslenska skattkerfið sé nú þegar búið mörgum eiginleikum hins besta sem völ er á í þessum efnum. Það sé tiltölulega einfalt með lágum skatthlutföllum, breiðum skattstofnum og lítið sé um sérstakar undanþágur eða möguleika til að komast undan skattlagningu. „Þess vegna skilar skattkerfið hlutfallslega miklum tekjum og lágmarkar neikvæð áhrif á atvinnustig, efnahagsstarfsemi og reglubyrði. Ísland hefur þannig búið við hátt tekjuhlutfall samanborið við önnur OECD-lönd og jafnvel önnur Norðurlönd eins og kemur fram hjá OECD Revenue Statistics, upplýsingaveitu OECD um skatttekjur." Þar segir að tillögurnar um endurbætur á því byggist á þessum styrkleika, fremur en að lagt sé til að vikið verði umtalsvert frá því skipulagi skattlagningar sem fyrir er. Þær miðast að því að lágmarka skaðleg áhrif á atvinnu og hagvöxt og fjarlægja þætti sem ekki samræmast alþjóðlegri venju. „Tillögum um breytingar á sköttum - sem sumar fela einnig í sér mótvægisaðgerðir til handa þeim tekjulægri - er ætlað að auka tekjur að nokkru í samræmi við áform stjórnvalda en einnig að jafna tekjudreifingu. Þær auknu skatttekjur sem framkvæmd tillagnanna hefði í för með sér væri hægt að nota til að bæta fjárhag ríkissjóðs eða til að lækka almenn skatthlutföll að óbreyttum heildartekjum." Í skýrslunni er lagt til að skattur á fjármagnstekjur einstaklingar og fyrirtækja verði hækkaður úr 18% í 20% sem myndi auka skatttekjur um 0,3 prósent af vergri landsframleiðslu. Í skýrslunni er fjallað um íslenska skattkerfið í samanburði við önnur Norðurlönd, Evrópulönd og aðildarríki OECD. Áragnur í tekjujöfnun byggist á sterku velferðarkerfi, fjármagnað með skattkerfi með góða tekjuöflunareiginleika. Ef sighækkun skatta fer yfir tiltekin mörk dregur úr tekjuöflunargetunni vegna truflandi áhrifa á hagrænar ákvarðanir, hreyfanleika skattstofna og möguleika til undanskots á sköttum. „Þetta grefur undan möguleikum ríkisvaldsins til að jafna tekjur á skilvirkan hátt. Niðurstaðan er sú að meginframlag íslenska skattkerfisins til tekjujöfnunarstefnu stjórnvalda þarf að vera að afla nægra tekna á skilvirkan hátt, fremur en að draga úr ójöfnuði upp á eigin spýtur." Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar hafist handa um endurskoðun á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs með það fyrir augum að auka tekjujöfnunareiginleika, hagvaxtaráhrif og skilvirkni kerfisins. „Með tekjuaukningu er ætlunin að bæta stöðu opinberra fjármála í kjölfar efnahagshrunsins og fjármagna stefnu stjórnvalda að auka tekjujöfnun og styrkja hið félagslega öryggisnet og opinbera þjónustu á þeim sviðum þar sem hún telst lakari en á hinum Norðurlöndunum."
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira