Innlent

Í kringum 40 manns mótmæla fyrir utan AGS

Um fjörutíu manns mótmæla nú fyir utan skrifstofur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Um fjörutíu manns mótmæla nú fyir utan skrifstofur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/AntonBrink
Í kringum fjörutíu manns mótmæla nú fyrir utan skrifstofur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allt fer friðasamlega fram en mótmælendur slá meðal annars á potta til að skapa hávaða. Þá hafa einhverjir mótmælendur sest á gangstéttina fyrir framan dyr hússins.

Að sögn lögreglu er hún tilbúin með hóp manna að grípa inn í ef þörf krefur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×