Innlent

Rannsóknin teygir anga sína til Litháens

Rannsókn lögreglu á andláti Hannesar Þórs Helgasonar teygir anga sína til Litháens, en hann átti í viðskiptum þar í landi undanfarið. Hannes kom heim frá Litháen á föstudag, rúmum sólarhring áður en hann fannst látinn.



Viðskipti Hannesar erlendis snúa að þremur Kentucky kjúklingastöðum sem fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar rak í Vilníus í Litháen. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Hannes heim úr viðskiptaferð þaðan á föstudaginn fyrir viku, rúmum sólarhring áður en hann fannst látinn á heimili sínu. Ekkert óeðililegt mun hafa komið upp á meðan dvöl hans þar stóð.




Tengdar fréttir

Hannes reyndi að verjast árásinni

Hannes Þór Helgason var með áverka á höndum sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu.

Boðað til blaðamannafundar vegna morðrannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til fréttamannafundar klukkan tvö í dag. Þar verður farið almennt yfir stöðu rannsóknarinnar á andláti Hannesar Þórs Helgasonar, sem ráðinn var bani síðastliðinn sunnudag.

Skil einfaldlega ekki hver getur gert svona

„Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist,“ segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni.

Kertafleyting til minningar um Hannes

Kertafleyting verður á Læknum í Hafnarfirði á mánudaginn næstkomandi til minningar um Hannes Helgason sem fannst myrtur á heimili sínu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×