„Erum öll Helga Björk“ 18. ágúst 2010 03:00 Skrautleg mótmæli Vinir Helgu Bjarkar Magnúsardóttur Grétudóttur mótmæltu með skrautlegum hætti fyrir utan Stjórnarráðið í gær og dreifðu brauði með það fyrir augum að laða að sjófugla. Fréttablaðið/GVA Bágum kjörum og niðurskurði hins opinbera við ellilífeyrisþega og öryrkja síðustu ár var mótmælt fyrir utan Stjórnarráðið í gærmorgun, eða um það leyti sem fyrirtöku í máli gegn níumenningunum svokölluðu var frestað handan við götuna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mótmælendur hengdu kröfur sínar og mótmælaplögg á snæri sem bundið var utan um fæturna á styttuna af Hannesi Hafstein og spiluðu ómstrítt á flautur ásamt því að berja á potta, dreifa brauði bæði á grasið framan við Stjórnarráðið og þak hússins með það fyrir augum að laða að máva og aðra sjófugla. Hluti sakborninga í hópi níumenninganna og aðstandendur þeirra tóku þátt í mótmælunum. Fundur ríkisstjórnarinnar stóð yfir á sama tíma í Stjórnarráðinu. „Við heitum öll Helga Björk,“ sagði einn mótmælenda sem fór fyrir hópnum. Aðrir kynntu sig með sama nafni, jafnt konur sem karlar. Mótmælin voru stuðningur við Helgu Björk Magnúsdóttur Grétudóttur, sem krafði ríkisstjórnina um aukinn stuðning við sömu hópa fyrir viku. Lögreglumenn fjarlægðu hana af vettvangi að ósk aðstoðarmanns forsætisráðherra. Mótmælunum lauk í kringum hádegisbil án afskipta starfsmanna Stjórnarráðsins. - jab Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Bágum kjörum og niðurskurði hins opinbera við ellilífeyrisþega og öryrkja síðustu ár var mótmælt fyrir utan Stjórnarráðið í gærmorgun, eða um það leyti sem fyrirtöku í máli gegn níumenningunum svokölluðu var frestað handan við götuna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mótmælendur hengdu kröfur sínar og mótmælaplögg á snæri sem bundið var utan um fæturna á styttuna af Hannesi Hafstein og spiluðu ómstrítt á flautur ásamt því að berja á potta, dreifa brauði bæði á grasið framan við Stjórnarráðið og þak hússins með það fyrir augum að laða að máva og aðra sjófugla. Hluti sakborninga í hópi níumenninganna og aðstandendur þeirra tóku þátt í mótmælunum. Fundur ríkisstjórnarinnar stóð yfir á sama tíma í Stjórnarráðinu. „Við heitum öll Helga Björk,“ sagði einn mótmælenda sem fór fyrir hópnum. Aðrir kynntu sig með sama nafni, jafnt konur sem karlar. Mótmælin voru stuðningur við Helgu Björk Magnúsdóttur Grétudóttur, sem krafði ríkisstjórnina um aukinn stuðning við sömu hópa fyrir viku. Lögreglumenn fjarlægðu hana af vettvangi að ósk aðstoðarmanns forsætisráðherra. Mótmælunum lauk í kringum hádegisbil án afskipta starfsmanna Stjórnarráðsins. - jab
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira