Fjögur útköll á 15 tímum 18. ágúst 2010 05:00 tf-Gná á leið í útkall um hádegi í gær Ekki er vitað til þess að svo mörg útköll hafi borist Landhelgisgæslunni á einum degi. fréttablaðið/vilhelm Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira