Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína 24. nóvember 2010 09:00 Catalina Ncogo segir íslenska feður hafa keypt fyrstu kynlífsreynsluna handa ungum sonum sínum hjá vændiskonum. Þetta kemur fram í bókinni Hið dökka man eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson sem kemur út á föstudag. „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira