Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína 24. nóvember 2010 09:00 Catalina Ncogo segir íslenska feður hafa keypt fyrstu kynlífsreynsluna handa ungum sonum sínum hjá vændiskonum. Þetta kemur fram í bókinni Hið dökka man eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson sem kemur út á föstudag. „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
„Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira