Innlent

Ramos áfram í gæsluvarðhaldi

Hosmany Ramos-aðalmeðferð
Hosmany Ramos-aðalmeðferð

Gæsluvarðhald yfir brasilíska lýtalækninum Hosmany Ramos var framlengt um tvær vikur í héraðsdómi í gær.

Dómstólar hafa framsalsmál hans enn til umfjöllunar. Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð þess efnis að hann skyldi framseldur til Brasilíu og því þarf héraðsdómur að taka málið fyrir að nýju. Það verður gert á föstudag.

Ramos var handtekinn hér í fyrrasumar þegar hann reyndi að komast til Kanada um Ísland á fölsuðu vegabréfi. Hann hefur hlotið þunga dóma í heimalandi sínu, meðal annars fyrir morð og mannrán. - sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×