Hollywood horfir til Reykjavíkur 18. mars 2010 06:00 Sögulegt Einvígi Bobbys Fischer og Boris Spasskí og svo leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjofs voru sögulegir. Aðilar frá Hollywood vilja ólmir gera kvikmyndir um þessa atburði. Að minnsta kosti þrjár kvikmyndir eru á teikniborðum virtra Hollywood-leikstjóra sem fjalla um atburði nátengda íslenskri sögu. Tvær kvikmyndir eru sagðar vera í undirbúningi um líf og starf hins íslensk/bandaríska skákundurs Bobby Fischer. David Fincher, leikstjóri Seven, Zodiac og The Game, er sagður vera með sögulega kvikmynd um Fischer í bígerð og New York Magazine greindi frá því að Tobey Maguire, Köngulóarmaðurinn sjálfur, hefði tekið að sér hlutverk Bobbys í myndinni. Fincher er ekki sá eini sem vill kvikmynda ævi Fischers því breski leikstjórinn Kevin Macdonal er einnig með á teikniborðinu mynd um Bobby Fischer. Henni hefur verið gefið nafnið Bobby Fischer Goes to War og er hugmyndin sú að einblína aðallega á hið sögulega einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972. Ein mynd hefur þegar verið gerð um Bobby Fischer og einvígið í Reykjavík. Hún heitir Bobby Fischer Live og var frumsýnd í Bandaríkjunum í október á síðasta ári. Myndin skartar engum stórstjörnum í aðalhlutverkum en leikstjórinn heitir Damian Chapa og vakti hann mikla athygli fyrir kvikmynd sína um pólska leikstjórann Roman Polanski þar sem kynferðisbrotamál hans var í aðalhlutverki. Þegar leikaralisti Fischers-myndarinnar er skoðaður kemur í ljós að einhverjir fá að leika íslensk hlutverk þótt enginn Sæmi rokk sé nefndur á nafn. En skákeinvígið er ekki eini sögulegi atburðurinn sem kvikmyndagerðarmenn frá Hollywood hafa sýnt áhuga á. Því eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Ridley Scott áhugasamur um að gera kvikmynd um leiðtogafund Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjof í Höfða árið 1986. Það verkefni er þó á algjöru byrjunarstigi, rétt eins og hinar myndirnar tvær. - fgg Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Að minnsta kosti þrjár kvikmyndir eru á teikniborðum virtra Hollywood-leikstjóra sem fjalla um atburði nátengda íslenskri sögu. Tvær kvikmyndir eru sagðar vera í undirbúningi um líf og starf hins íslensk/bandaríska skákundurs Bobby Fischer. David Fincher, leikstjóri Seven, Zodiac og The Game, er sagður vera með sögulega kvikmynd um Fischer í bígerð og New York Magazine greindi frá því að Tobey Maguire, Köngulóarmaðurinn sjálfur, hefði tekið að sér hlutverk Bobbys í myndinni. Fincher er ekki sá eini sem vill kvikmynda ævi Fischers því breski leikstjórinn Kevin Macdonal er einnig með á teikniborðinu mynd um Bobby Fischer. Henni hefur verið gefið nafnið Bobby Fischer Goes to War og er hugmyndin sú að einblína aðallega á hið sögulega einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972. Ein mynd hefur þegar verið gerð um Bobby Fischer og einvígið í Reykjavík. Hún heitir Bobby Fischer Live og var frumsýnd í Bandaríkjunum í október á síðasta ári. Myndin skartar engum stórstjörnum í aðalhlutverkum en leikstjórinn heitir Damian Chapa og vakti hann mikla athygli fyrir kvikmynd sína um pólska leikstjórann Roman Polanski þar sem kynferðisbrotamál hans var í aðalhlutverki. Þegar leikaralisti Fischers-myndarinnar er skoðaður kemur í ljós að einhverjir fá að leika íslensk hlutverk þótt enginn Sæmi rokk sé nefndur á nafn. En skákeinvígið er ekki eini sögulegi atburðurinn sem kvikmyndagerðarmenn frá Hollywood hafa sýnt áhuga á. Því eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Ridley Scott áhugasamur um að gera kvikmynd um leiðtogafund Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjof í Höfða árið 1986. Það verkefni er þó á algjöru byrjunarstigi, rétt eins og hinar myndirnar tvær. - fgg
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira