Lífið

Hrósar Rapace

Íslandsvinkonan Noomi Rapace er talin eiga framtíðina fyrir sér í Hollywood af fagfólki á borð við Robert Downey Jr.
Íslandsvinkonan Noomi Rapace er talin eiga framtíðina fyrir sér í Hollywood af fagfólki á borð við Robert Downey Jr.
Hollywood leikarinn Robert Downey Jr sparar ekki lofyrðin um sænsku leikkonuna Noomi Rapace en þau leika saman í myndinni Sherlock Holmes 2. Downey Jr segir Rapace vera yndislega persónu, frábæra leikkonu og fagmann fram í fingurgóma.

Það vakti mikla undrun í Hollywood þegar Noomi Rapace hreppti aðalkvenhlutverkið í framhaldsmyndinni um breska spæjarann en þar deilir hún hvíta tjaldinu með Robert Downey Jr og Jude Law. Fyrrum eiginmaður Madonnu, Guy Ritchie, leikstýrir myndinni en hann hreifst einnig af sænsku stjörnunni og er sannfærður um að hún eigi eftir að koma öllum á óvart í myndinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.