Innlent

Þremur bjargað af gúmmíbáti undan Álftanesi í nótt

Björgunarbáturinn Fiskaklettur frá Hafnarfirði kom í nótt þremur manneskjum til aðstoðar, þar sem fólkið var að velkjast í gúmmíbáti undan ströndum Álftaness, eftir að utanborðsmótor bátsins bilaði.

Fólkið var illa búið og ekki með björguanrvesti meðferðis. Þeim var kippt yfir í björgunarbátinn, sem dró svo bát þeirra til lands.

Það var athugul kona í Hafnarfirði sem sá út um gluggan hjá sér að siglingalagið á bátnum var einkennilegt og lét Neyðarlínuna vita, sem leiddi til þess að björgunarsveitarmenn héldu á vettvang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×