Lífið

Hafnaði Playboy

Rihönnu var boðið að sitja nakin fyrir á forsíðu Playboy en hún kaus að nýta kraftana fyrir myndir sem fylgja nýju plötunni hennar, Loud.
Rihönnu var boðið að sitja nakin fyrir á forsíðu Playboy en hún kaus að nýta kraftana fyrir myndir sem fylgja nýju plötunni hennar, Loud.

Söngkonan Rihanna hefur upplýst að hún hafi hafnað því að sitja fyrir nakin í tímaritinu Playboy.

„Ef ég ætla að afklæðast þá verður það að vera flott og gert eftir mínu höfði," sagði Rihanna. „Ég myndi ekki taka við peningum fyrir svona lagað. Ég fékk tilboð frá Playboy og þau vildu borga mér fyrir að vera nakin á forsíðunni."

Rihanna hefur á sama tíma valdið fjaðrafoki vegna djarfra mynda af henni sem eru á nýjustu plötu hennar Loud. Þar skríður hún eftir jörðinni ber að ofan í kynæsandi stellingu. Sumir telja myndirnar ganga of langt og vera óviðeigandi vegna hinna fjölmörgu ungu aðdáenda hennar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.