Lífið

Hjólandi stjarna

Hjartaknúsarinn Robert Pattison fjárfesti í rándýru hjóli og fer nú allra sinna ferða hjólandi.
Hjartaknúsarinn Robert Pattison fjárfesti í rándýru hjóli og fer nú allra sinna ferða hjólandi.

Leikarinn og hjartaknúsarinn Robert Pattison nýtir sinn frítíma á tökustað til að hjóla á nýju hjóli sem hann var að fjárfesta í.

Hjólamennska ku vera nýtt áhugamál hjá vampíru­drengnum og kostaði hjólið litlar 200.000 íslenskar krónur.

Íbúar í Louisiana, þar sem upptökur fara nú fram á fjórðu Twilight-myndinni, segjast sjá Pattison hjóla um alla borg og að hann taki hjólreiðarnar greinilega alvarlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.