Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu 20. apríl 2010 13:36 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir að það sé best að eftirláta vísindamönnum um eldgosaspár en ekki kjörnum fulltrúum. „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35