Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu 20. apríl 2010 13:36 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir að það sé best að eftirláta vísindamönnum um eldgosaspár en ekki kjörnum fulltrúum. „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
„Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35