Innlent

Sluppu ómeiddir þegar hjólhýsi olli umferðaróhappi

Allir sluppu ómeiddir þegar hjólhýsi tók að slást til aftan í bíl skammt frá Akureyri síðdegis í gær. Afleiðingarnar voru að ökumaður missti loks stjórn á bílnum, sem hafnaði 30 metrum utan vegar með hjólhýsið aftan í sér.

Svo vel vildi til að engin bíll kom á móti því hjólhýsið rásaði oftar en einusinni yfir á rangan vegarhelming þá hundrað metra sem þetta stóð yfir.

Þá var vegkanturinn lágur og slétt þar útaf þannig að bíll og hús héldust á réttum kili. Ekki er vitað hvað olli þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×