Prófmál fyrir fræga fólkið 29. september 2010 07:00 Harður í horn að taka David Beckham hyggst ekkert gefa eftir í málsókn sinni og hyggst draga bæði vændiskonuna Irmu Nici og tímaritið In Touch fyrir dómstóla. Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira