Innlent

Skaftárhlaup hafið

SB skrifar
Frá Skaftárhlaupi í ágúst 2008.
Frá Skaftárhlaupi í ágúst 2008.

Skaftárhlaup hófst nú rétt upp úr eitt í dag. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stærð hlaupsins eða umfang. "Það er rétt að hefjast," segir Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands.

Óðinn segir fyrstu vísbendingar um flóðið hafa borist upp úr miðnætti í nótt en það hafi ekki verið fyrr en um hádegisbilið sem óyggjandi sannanir um að hlaup væri hafið lágu fyrir.

"Ég get ekki sagt með vissu hvenær flóðið muni ná hámarki eða hversu stórt það verður. Þetta er að gerast í þessum töluðu orðum."

Veðurstofan hefur tilkynnt almannavörnum og Vegagerðinni um flóðið og er því tíðinda að vænta um lokanir vega á næstu stundum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×