Klovn á hvíta tjaldið 6. mars 2010 05:30 Kvikmynd í bígerð Casper Christiansen og Frank Hvam eru að gera kvikmynd um Klovn-tvíeykið. Ekki liggur þó fyrir hvenær myndin fer í tökur.Fréttablaðið/Anton Aðdáendur danska grínparsins Franks Hvam og Caspers Christiansen þurfa ekki að kvíða neinum þurrki. Danskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því að félagarnir séu með stórt verkefni í smíðum. Danska Ekstra Bladet greindi frá því í vikunni að Klovn-dúettinn væri að skrifa handrit að kvikmynd. Ekstra Bladet hefur eftir Casper að þeir séu komnir vel á veg með handritið en að þeir viti ekkert hvort og hvenær kvikmyndin sjálf verður að veruleika. „Við vitum ekkert hvort þetta verður að veruleika en við skemmtum okkur konunglega við að skrifa handritið,“ sagði Casper í samtali við Ekstra Bladet. Casper tekur hins vegar fram að þeir leggi sig mikið fram við að skrifa handrit að kvikmynd. Ekki að einum löngum þætti. „Þetta á að vera bíómynd með endi og það sem er kannski mikilvægast er að Frank fær að þróast og þroskast sem persóna. Og svo lendir hann náttúrlega í einhverju svakalegu,“ hefur Ekstra Bladet eftir Casper. Klovn hefur verið einn vinsælasti þáttur Dana undanfarin ár og vinsældir hans rötuðu alla leið til Íslands þar sem þeir Casper og Frank eru hálfgerðar ofurstjörnur. Þættirnir lýsa hinu vandræðalega lífi Franks og samskiptum hans við kærustuna sína og vin sinn Casper sem er einstaklega lunkinn við að koma þeim félögum í ótrúlegar aðstæður. Sex þáttaraðir hafa verið framleiddar og ekki er útséð með að fleiri verði gerðar. Kumpánarnir hafa líka hafið framleiðslu á bjór sem enn hefur ekki ratað hingað. Frank og Casper eru miklir Íslandsvinir; Frank leikur eitt aðalhlutverkanna í gamanheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar um norrænt grín og Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, hafa vanið komur sínar til Reykjavíkur undanfarin ár, dvöldu meðal annars í höfuðborginni um síðustu jól Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Aðdáendur danska grínparsins Franks Hvam og Caspers Christiansen þurfa ekki að kvíða neinum þurrki. Danskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því að félagarnir séu með stórt verkefni í smíðum. Danska Ekstra Bladet greindi frá því í vikunni að Klovn-dúettinn væri að skrifa handrit að kvikmynd. Ekstra Bladet hefur eftir Casper að þeir séu komnir vel á veg með handritið en að þeir viti ekkert hvort og hvenær kvikmyndin sjálf verður að veruleika. „Við vitum ekkert hvort þetta verður að veruleika en við skemmtum okkur konunglega við að skrifa handritið,“ sagði Casper í samtali við Ekstra Bladet. Casper tekur hins vegar fram að þeir leggi sig mikið fram við að skrifa handrit að kvikmynd. Ekki að einum löngum þætti. „Þetta á að vera bíómynd með endi og það sem er kannski mikilvægast er að Frank fær að þróast og þroskast sem persóna. Og svo lendir hann náttúrlega í einhverju svakalegu,“ hefur Ekstra Bladet eftir Casper. Klovn hefur verið einn vinsælasti þáttur Dana undanfarin ár og vinsældir hans rötuðu alla leið til Íslands þar sem þeir Casper og Frank eru hálfgerðar ofurstjörnur. Þættirnir lýsa hinu vandræðalega lífi Franks og samskiptum hans við kærustuna sína og vin sinn Casper sem er einstaklega lunkinn við að koma þeim félögum í ótrúlegar aðstæður. Sex þáttaraðir hafa verið framleiddar og ekki er útséð með að fleiri verði gerðar. Kumpánarnir hafa líka hafið framleiðslu á bjór sem enn hefur ekki ratað hingað. Frank og Casper eru miklir Íslandsvinir; Frank leikur eitt aðalhlutverkanna í gamanheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar um norrænt grín og Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, hafa vanið komur sínar til Reykjavíkur undanfarin ár, dvöldu meðal annars í höfuðborginni um síðustu jól
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira