Innlent

Maður í haldi vegna morðsins

Hús hins látna Lögreglan á morðstaðnum við Háaberg í Hafnarfirði á sunnudaginn síðastliðinn. fréttablaðið/daniel
Hús hins látna Lögreglan á morðstaðnum við Háaberg í Hafnarfirði á sunnudaginn síðastliðinn. fréttablaðið/daniel

Lögregla handtók í gær mann af erlendu bergi brotinn sem grunaður er um aðild að dauða Hannesar Þórs Helgasonar. Að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi var ákveðið að halda manninum í fangageymslu í nótt.

Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum, sem er á þrítugsaldri, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Tæknileg rannsókn á heimili Hannesar er langt á veg komin og er búið að senda DNA-sýni af vettvangi til Noregs í greiningu, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar. Friðrik segir að niðurstaðna sé að vænta úr þeim eftir tvær til þrjár vikur. Hann vildi ekki tjá sig um stöðu einstaklinga sem tengjast málinu.

Annar maður var í haldi lögreglu í sólarhring en ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum og honum því sleppt í kjölfarið. - bj, sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×