Ungar vampírur kynþokkafyllstar 22. ágúst 2010 20:00 Ungir strákar í vampírulíki þykja kynþokkafyllstu karlmenn jarðar. Robert Pattinsson skipar efsta sætið en Taylor Lautner er í öðru sæti. Kellan Lutz og Xavier Samuel eru einnig á topp fimm en Ian Somerhalder úr Vampire Diaries skipar þriðja sætið. Sean Connery var 59 ára þegar People-tímaritið valdi hann kynþokkafyllsta karlmann heims. En nú er öldin önnur og drengir í blóma lífsins þykja flottastir. Ný bylgja tröllríður nú Hollywood; barnungir strákar sem heilla amerískar húsmæður upp úr skónum. Nýr listi Glamour-tímaritsins er sönnun þess. Robert Pattinson, aðalstjarnan úr Twilight, trónir á toppnum en fast á hæla hans kemur Taylor Lautner, önnur Twilight-stjarna. Í þriðja sæti er síðan Ian Somerhalder úr Vampire Diaries en svo koma Xavier Samuel og Kellan Lutz, einnig leikarar í Twilight, í fjórða og fimmta sætinu. Athygli vekur að flestir af þeim leikurum sem skipa fimm efstu sætin eru fæddir eftir 1980, undantekningin er Ian Somerhalder, hann er 32 ára. Á topp tíu listanum eru eingöngu tveir leikarar sem segja má að séu komnir til vits og ára. Johnny Depp hefur verið fastagestur í slíkum kosningum en fellur um nokkur sæti hjá lesendum Glamour. Depp, sem myndi seint kallast „gamall" er hins vegar 23 árum eldri en Pattinsson. Hinn leikarinn er Skotinn Gerard Butler, fulltrúi hinnar gömlu staðalímyndar um karlmannlegan kynþokka, hrjúfur og axlabreiður. Þetta virðist hins vegar dottið úr tísku þótt vissulega verði að taka fram að vinsældir og kynþokki haldast oft í hendur. Og Twilight-æðið, sem gerir nánast eingöngu út á myndarleika karlkynsstjarnanna, hefur vart farið fram hjá neinum. Fastagestir á svona listum undanfarin ár eru hvergi sjáanlegir. George Clooney nær þó 35. sæti en góðvinur hans, Brad Pitt, var ekki nefndur á nafn. Hugsanlegt er að samband Pitt og Angelinu Jolie hafi þar áhrif á, Pitt er bara orðinn ráðsettur fjölskyldumaður og Clooney er ekki lengur eftirsóttasti piparsveinn jarðar heldur er bara á leiðinni upp að altarinu með ítölsku unnustunni sinni. Leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Keanu Reeves og Jude Law náðu ekki heldur á blað hjá lesendum Glamour en hins vegar nær kanadíska barnastjarnan Justin Bieber alla leið í 7. sætið sem er kannski skýrasta dæmið um að æskudýrkunin er að ná hámarki hjá kvenkyninu. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Sjá meira
Sean Connery var 59 ára þegar People-tímaritið valdi hann kynþokkafyllsta karlmann heims. En nú er öldin önnur og drengir í blóma lífsins þykja flottastir. Ný bylgja tröllríður nú Hollywood; barnungir strákar sem heilla amerískar húsmæður upp úr skónum. Nýr listi Glamour-tímaritsins er sönnun þess. Robert Pattinson, aðalstjarnan úr Twilight, trónir á toppnum en fast á hæla hans kemur Taylor Lautner, önnur Twilight-stjarna. Í þriðja sæti er síðan Ian Somerhalder úr Vampire Diaries en svo koma Xavier Samuel og Kellan Lutz, einnig leikarar í Twilight, í fjórða og fimmta sætinu. Athygli vekur að flestir af þeim leikurum sem skipa fimm efstu sætin eru fæddir eftir 1980, undantekningin er Ian Somerhalder, hann er 32 ára. Á topp tíu listanum eru eingöngu tveir leikarar sem segja má að séu komnir til vits og ára. Johnny Depp hefur verið fastagestur í slíkum kosningum en fellur um nokkur sæti hjá lesendum Glamour. Depp, sem myndi seint kallast „gamall" er hins vegar 23 árum eldri en Pattinsson. Hinn leikarinn er Skotinn Gerard Butler, fulltrúi hinnar gömlu staðalímyndar um karlmannlegan kynþokka, hrjúfur og axlabreiður. Þetta virðist hins vegar dottið úr tísku þótt vissulega verði að taka fram að vinsældir og kynþokki haldast oft í hendur. Og Twilight-æðið, sem gerir nánast eingöngu út á myndarleika karlkynsstjarnanna, hefur vart farið fram hjá neinum. Fastagestir á svona listum undanfarin ár eru hvergi sjáanlegir. George Clooney nær þó 35. sæti en góðvinur hans, Brad Pitt, var ekki nefndur á nafn. Hugsanlegt er að samband Pitt og Angelinu Jolie hafi þar áhrif á, Pitt er bara orðinn ráðsettur fjölskyldumaður og Clooney er ekki lengur eftirsóttasti piparsveinn jarðar heldur er bara á leiðinni upp að altarinu með ítölsku unnustunni sinni. Leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Keanu Reeves og Jude Law náðu ekki heldur á blað hjá lesendum Glamour en hins vegar nær kanadíska barnastjarnan Justin Bieber alla leið í 7. sætið sem er kannski skýrasta dæmið um að æskudýrkunin er að ná hámarki hjá kvenkyninu.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Sjá meira