Íslenski boltinn

Nýtt Stjörnufagn fæddist í bókstaflegri merkingu - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn koma alltaf á óvart í fagnaðarlátum sínum.
Stjörnumenn koma alltaf á óvart í fagnaðarlátum sínum. Mynd/Anton
Stjörnumenn eru langt frá því að vera hættir að búa til ný og skemmtileg fögn enda fylgjast menn með allstaðar að úr heiminum hvað gerist þegar Stjörnumenn skora næst í Pepsi-deildinni. Stjarnan vann 3-2 sigur á Selfossi 15. umferðinni í gær og frumsýndu þá tvö ný fögn.

Í gær fögnuðu Stjörnumenn fyrsta marki sínu sem Ellert Hreinsson skoraði með því að Halldór Orri Björnsson trekkti markaskorarann upp að nýju eftir að það slokknaði alveg á honum eftir markið.

Flottasta fagn leiksins kom þó eftir frábært mark Halldórs Orra. Hann setti boltann inn fyrir treyjuna ogs íðan settu hann og félagar hans í liðinu á svið fæðingu. Þegar boltinn "kom í heiminn" lyftu stoltir "pabbar" boltanum upp í anda frægs atriðis í Konungi Ljónanna.

Stjörnumenn slógu í gegn á Youtube þegar meira en fiskifagn þeirra gegn Fylki var skoðað á vefnum meira en tíu milljón sinnum. Það var meira að segja leikið eftir í leik í japönsku úrvalsdeildinni.

Fögn Stjörnumanna í gær má sjá hér en eins má sjá samantektir úr öllum leikjum fimmtándu umferðar Pepsi-deildarinnar hér á Vísi. Fagn Ellerts kemur eftir rúmlega 50 sekúndur en fagn Halldórs Orra eftir þrjár mínútur og 35 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×