Innlent

Ný hreppsnefnd Reykhóla skipuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kosið var á Reykhólum í dag. Mynd/ Jón Sigurður.
Kosið var á Reykhólum í dag. Mynd/ Jón Sigurður.
Nú liggur fyrir hverjir munu skipa nýja hreppsnefnd í Reykhólasveit eftir að kosið var í dag. Það eru þau Andrea Björnsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Sveinn Ragnarsson og Gústaf Jökull Ólafsson.

Alls 46 manns fengu atkvæði í sæti aðalmanna. Á kjörskrá voru 208. Á kjörstað í dag kusu 110 en atkvæði utan kjörfundar voru 24.Samkvæmt vefnum Reykholar.is greiddu 64 karlar atkvæði og 70 konur.

Ekki liggur en fyrir hverjir verða varamenn í hreppsnefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×