Þingmaður VG vill kosningar án tafar 1. október 2010 04:15 „Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
„Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs
Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira