Skólastjóri Hraðbrautar segir eftirlit hafa skort 1. október 2010 11:27 Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbraut, tekur undir með Ríkisendurskoðun um að lánveitingar skólans til starfsemi sem tengdist ekki skólanum á nokkurn hátt „geti ekki talist æskileg." Í greinargerð Ríkisendurskoðunar eru lánveitingar Hraðbrautar harðlega gagnrýndar. Ólafur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmir lánin einnig: „Þessi lánastarfsemi var birtingarmynd hugsunarháttar og hugmynda sem voru áberandi í samfélaginu og heyrir sögunni til." Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddi ennfremur í ljós að Hraðbraut fékk tæpar 200 milljónir ofgreiddar í styrk þar sem nemendafjöldi Hraðbrautar var stórlega ofmetinn. Á sama tíma fengu eigendur skólans greiddar 82 milljónir króna í arð. Ólafur beinir sjónum sínum að skorti á eftirliti með skólanum og segir í yfirlýsingunni: „Ríkisendurskoðun staðfestir að ekkert mæli gegn því, hvorki í þjónustusamningi skólans við ríkið né í lögum eða fyrirmælum almennt, að greiddur sé arður til eigenda skólans. Hins vegar liggur jafnljóst fyrir nú að arður hefði ekki verið greiddur út á þennan hátt ef nákvæmar upplýsingar hefðu legið fyrir um uppgjörsstöðu skólans gagnvart ríkinu." Ríkisendurskoðun ályktar að „fjárhagslegar forsendur fyrir áframhaldandi rekstri skólans séu afar hæpnar að öðru óbreyttu." Að mati Ólafs er sú ályktun umdeilanleg sem slík „en aðalatriðið er að skapa þá skólanum forsendur til rekstraröryggis í framtíðinni í ljósi þess að starfsemin hefur verið farsæl alla tíð, fleiri nemendur eru þar nú en nokkru sinni fyrr, rekstraráætlun gerir ráð fyrir hagnaði og skólinn hefur frá upphafi staðið við allar fjárhagslegar skuldbindingar sínar," segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að þrennt sé haft í huga í framhaldinu: „1. Skólinn hefur á ótrúlega skömmum tíma náð að skipa sér í hóp bestu framhaldsskóla landsins. Í því sambandi má nefna að könnun á meðal grunnnema Háskóla Íslands í apríl 2010 kom fram að 82,4% nemenda, sem komu úr Menntaskólanum Hraðbraut, voru mjög ánægð með undirbúning sinn fyrir háskólanám. Aðeins nemendur fjögurra annarra framhaldsskóla (MR, MA, MH og Versló) voru jafn ánægðir með undirbúning sinn. Þessi góði árangur er enn athyglisverðari þegar haft er í huga að stúdentsprófi ljúka nemendur Hraðbrautar á aðeins tveimur árum en ekki fjórum árum eins og í öðrum skólum. 2. Skólastjóri hefur tilkynnt menntamálaráðuneytinu að hann sé reiðubúinn að leggja skólanum til fjármuni svo tryggja megi framtíðarrekstur og semja um uppgjör skulda skólans við ríkissjóð. 3. Fjárhagsleg endurskipulagning þarf að haldast í hendur við endurnýjun þjónustusamnings Hraðbrautar við ríkið." Tengdar fréttir Óeðlilegar lánveitingar Hraðbrautar Í nýrri greinargerð Ríkisendurskoðunar kemur fram að á tímabilinu 2003-2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun telur að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Þá kemur fram að lán skólans til aðila tengdra eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Að mati Ríkisendurskoðunar eru þessar lánveitingar óeðlilegar enda tengjast þær ekki rekstri skólans. Stofnunin telur óvíst að fjárhagslegar forsendur séu fyrir áframhaldandi rekstri hans. 1. október 2010 10:28 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbraut, tekur undir með Ríkisendurskoðun um að lánveitingar skólans til starfsemi sem tengdist ekki skólanum á nokkurn hátt „geti ekki talist æskileg." Í greinargerð Ríkisendurskoðunar eru lánveitingar Hraðbrautar harðlega gagnrýndar. Ólafur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmir lánin einnig: „Þessi lánastarfsemi var birtingarmynd hugsunarháttar og hugmynda sem voru áberandi í samfélaginu og heyrir sögunni til." Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddi ennfremur í ljós að Hraðbraut fékk tæpar 200 milljónir ofgreiddar í styrk þar sem nemendafjöldi Hraðbrautar var stórlega ofmetinn. Á sama tíma fengu eigendur skólans greiddar 82 milljónir króna í arð. Ólafur beinir sjónum sínum að skorti á eftirliti með skólanum og segir í yfirlýsingunni: „Ríkisendurskoðun staðfestir að ekkert mæli gegn því, hvorki í þjónustusamningi skólans við ríkið né í lögum eða fyrirmælum almennt, að greiddur sé arður til eigenda skólans. Hins vegar liggur jafnljóst fyrir nú að arður hefði ekki verið greiddur út á þennan hátt ef nákvæmar upplýsingar hefðu legið fyrir um uppgjörsstöðu skólans gagnvart ríkinu." Ríkisendurskoðun ályktar að „fjárhagslegar forsendur fyrir áframhaldandi rekstri skólans séu afar hæpnar að öðru óbreyttu." Að mati Ólafs er sú ályktun umdeilanleg sem slík „en aðalatriðið er að skapa þá skólanum forsendur til rekstraröryggis í framtíðinni í ljósi þess að starfsemin hefur verið farsæl alla tíð, fleiri nemendur eru þar nú en nokkru sinni fyrr, rekstraráætlun gerir ráð fyrir hagnaði og skólinn hefur frá upphafi staðið við allar fjárhagslegar skuldbindingar sínar," segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að þrennt sé haft í huga í framhaldinu: „1. Skólinn hefur á ótrúlega skömmum tíma náð að skipa sér í hóp bestu framhaldsskóla landsins. Í því sambandi má nefna að könnun á meðal grunnnema Háskóla Íslands í apríl 2010 kom fram að 82,4% nemenda, sem komu úr Menntaskólanum Hraðbraut, voru mjög ánægð með undirbúning sinn fyrir háskólanám. Aðeins nemendur fjögurra annarra framhaldsskóla (MR, MA, MH og Versló) voru jafn ánægðir með undirbúning sinn. Þessi góði árangur er enn athyglisverðari þegar haft er í huga að stúdentsprófi ljúka nemendur Hraðbrautar á aðeins tveimur árum en ekki fjórum árum eins og í öðrum skólum. 2. Skólastjóri hefur tilkynnt menntamálaráðuneytinu að hann sé reiðubúinn að leggja skólanum til fjármuni svo tryggja megi framtíðarrekstur og semja um uppgjör skulda skólans við ríkissjóð. 3. Fjárhagsleg endurskipulagning þarf að haldast í hendur við endurnýjun þjónustusamnings Hraðbrautar við ríkið."
Tengdar fréttir Óeðlilegar lánveitingar Hraðbrautar Í nýrri greinargerð Ríkisendurskoðunar kemur fram að á tímabilinu 2003-2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun telur að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Þá kemur fram að lán skólans til aðila tengdra eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Að mati Ríkisendurskoðunar eru þessar lánveitingar óeðlilegar enda tengjast þær ekki rekstri skólans. Stofnunin telur óvíst að fjárhagslegar forsendur séu fyrir áframhaldandi rekstri hans. 1. október 2010 10:28 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Óeðlilegar lánveitingar Hraðbrautar Í nýrri greinargerð Ríkisendurskoðunar kemur fram að á tímabilinu 2003-2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun telur að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Þá kemur fram að lán skólans til aðila tengdra eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Að mati Ríkisendurskoðunar eru þessar lánveitingar óeðlilegar enda tengjast þær ekki rekstri skólans. Stofnunin telur óvíst að fjárhagslegar forsendur séu fyrir áframhaldandi rekstri hans. 1. október 2010 10:28