Ásmundur skráði á vef en ekki hagsmunaskrá og lét lagfæra 23. desember 2010 13:02 Ásmundur Einar Daðason ásamt Atla Gíslasyni. Ásmundur Einar Daðason lét hjá líða að greina frá eign sinni í fyrirtæki sem rekur vefverslun með búvörur í hagsmunaskrá Alþingis, en minnist á fyrirtækið á ferilskrá sinni á vef þingsins. Hann kennir gleymsku um og segist hafa nú hafa óskað eftir því að hagsmunaskrá sinni verði breytt og að þar verði settar inn upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess. Ásmundur Einar á fjórðungshlut í fyrirtækinu Daðason og Biering ehf. sem rekur vefverslunina Ísbú á vefnum ísbú.is. Vefverslunin var áður rekin af fyrirtæki sem var í jafnri eigu Ásmundar Einars og föður hans. Daðason og Biering var stofnað í ágúst síðastliðnum. Ekki kom neitt fram um eignarhlut hans í Daðasyni og Biering ehf. Í hagsmunaskrá þingsins eins og reglur kveða á um en þar eiga þingmenn m.a að skrá upplýsingar um „starfsemi sem unnin er samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í." Í samtali við Vísi í gær sagði Ásmundur: „Það vantaði bara þessa einu setningu að ég ætti 25% hlut í fyrirtækinu Daðason og Biering ehf. en ég tók fram á vefnum að ég ræki lítið fyrirtæki tengdu innflutningi á búrekstrarvörum, það vantaði bara þessa litlu klausu í viðbót." Ásmundur er þarna að vísa til ferilskráar sinnar á vef þingsins, en þar segir að Ásmundur sé „sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu og rekur þar innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað." Hvergi er hins vegar minnst á fyrirtækið í hagsmunaskránni eða eignarhlut í því (23/12 kl. 13:18) Þetta hefur Ásmundur hins vegar lagfært strax og komið á framfæri við starfsfólk þingsins. Ásmundur fór yfir þetta í samtali við fréttastofuna í hádegisfréttunum. „Það kemur fram á vefsíðu Alþingis, það setti ég inn eftir að hafa ráðfært mig við starfsfólk Alþingis. Síðan eignaðist ég ekki formlega hlut í þessu fyrirtæki fyrr en í haust og mér láðist að biðja starfsfólk Alþingis um að [uppfæra hagsmunaskrána] og það verður gert strax í dag," sagði Ásmundur. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Gleymdi að greina frá hagsmunatengslum „Þetta var bara gleymska í mér, ég vona að þetta verði uppfært strax í fyrramálið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri-Grænna. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Ásmundur Einar stundi atvinnurekstur með þingstörfum og eigi fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú. 22. desember 2010 20:21 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason lét hjá líða að greina frá eign sinni í fyrirtæki sem rekur vefverslun með búvörur í hagsmunaskrá Alþingis, en minnist á fyrirtækið á ferilskrá sinni á vef þingsins. Hann kennir gleymsku um og segist hafa nú hafa óskað eftir því að hagsmunaskrá sinni verði breytt og að þar verði settar inn upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess. Ásmundur Einar á fjórðungshlut í fyrirtækinu Daðason og Biering ehf. sem rekur vefverslunina Ísbú á vefnum ísbú.is. Vefverslunin var áður rekin af fyrirtæki sem var í jafnri eigu Ásmundar Einars og föður hans. Daðason og Biering var stofnað í ágúst síðastliðnum. Ekki kom neitt fram um eignarhlut hans í Daðasyni og Biering ehf. Í hagsmunaskrá þingsins eins og reglur kveða á um en þar eiga þingmenn m.a að skrá upplýsingar um „starfsemi sem unnin er samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í." Í samtali við Vísi í gær sagði Ásmundur: „Það vantaði bara þessa einu setningu að ég ætti 25% hlut í fyrirtækinu Daðason og Biering ehf. en ég tók fram á vefnum að ég ræki lítið fyrirtæki tengdu innflutningi á búrekstrarvörum, það vantaði bara þessa litlu klausu í viðbót." Ásmundur er þarna að vísa til ferilskráar sinnar á vef þingsins, en þar segir að Ásmundur sé „sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu og rekur þar innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað." Hvergi er hins vegar minnst á fyrirtækið í hagsmunaskránni eða eignarhlut í því (23/12 kl. 13:18) Þetta hefur Ásmundur hins vegar lagfært strax og komið á framfæri við starfsfólk þingsins. Ásmundur fór yfir þetta í samtali við fréttastofuna í hádegisfréttunum. „Það kemur fram á vefsíðu Alþingis, það setti ég inn eftir að hafa ráðfært mig við starfsfólk Alþingis. Síðan eignaðist ég ekki formlega hlut í þessu fyrirtæki fyrr en í haust og mér láðist að biðja starfsfólk Alþingis um að [uppfæra hagsmunaskrána] og það verður gert strax í dag," sagði Ásmundur. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Gleymdi að greina frá hagsmunatengslum „Þetta var bara gleymska í mér, ég vona að þetta verði uppfært strax í fyrramálið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri-Grænna. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Ásmundur Einar stundi atvinnurekstur með þingstörfum og eigi fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú. 22. desember 2010 20:21 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Gleymdi að greina frá hagsmunatengslum „Þetta var bara gleymska í mér, ég vona að þetta verði uppfært strax í fyrramálið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri-Grænna. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Ásmundur Einar stundi atvinnurekstur með þingstörfum og eigi fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú. 22. desember 2010 20:21