Innlent

Stal 50 þúsundum en þarf að endurgreiða 21 þúsund

Konan vann í Bónus.
Konan vann í Bónus.

Kassadama í Bónus-verslun í Holtagörðum var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að stela tæplega 50 þúsundum krónum úr kassa búðarinnar. Konan, sem er fædd 1986, stal alls fimm sinnum úr kassa verslunarinnar, mest 15 þúsund krónum í einu.

Fjárdrátturinn átti sér stað í nóvember 2007.

Konan játaði brot sín greiðlega. Í ljósi þess hversu langt er liðið síðan brotin áttu sér stað var ákveðið að 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára væri hæfileg refsing. Haldi konan skilorð í þennan tíma fellur refsingin niður.

Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hana til þess að greiða Bónus 21 þúsund krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×