Innlent

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson stjórnarformaður Kadeco

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. (Kadeco) og Árni Sigfússon kjörinn varastjórnarformaður.

Markmið og tilgangur félagsins er að leiða þróun og umbreytingu á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli til borgaralegra nota.

Á aðalfundi félagsins var tekin ákvörðun um að fjölga um tvo fulltrúa í aðalstjórn og mun því ný stjórn þess verða skipuð 5 fulltrúum. Í nýrri stjórn félagsins eiga eftirtalin sæti: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Árni Sigfússon, Reynir Ólafsson, Inga Sólnes og Berglind Kristinsdóttir.

Í varastjórn eru: Sveindís Valdimarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Magnea Guðmundsdóttir og Gunnar Marel Eggertsson, segir í frétt á vef fyrirtækisins.

Hagnaður félagsins árið 2009 nam 170,5 milljónum króna. Heildareignir félagsins voru bókfærðar á 475,8 milljónir króna en skuldir félagsins námu 72,4 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam því 403,4 milljónum króna í árslok.

Framkvæmdastjóri félagsins er Kjartan Þór Eiríksson og eru starfsmenn þess 9 talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×