Innlent

Lárus Páll dæmdur en sleppur við refsingu

Lárus Páll Birgisson var dæmdur.
Lárus Páll Birgisson var dæmdur.

Mótmælandinn Lárus Páll Birgisson var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar hann mótmælti fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í október 2009.

Lögreglan kom á vettvang að beiðni sendiráðsstarfsmanna og skipaði Lárusi að fara yfir götuna og á gangstétt hinu megin við sendiráðið.

Þessu hafnaði Lárus Páll og vildi meina að lögreglan hefði skert tjáninga- og ferðafrelsi sitt með fyrirmælunum. Hann var handtekinn í kjölfarið.

Héraðsdómur hafnar rökum Lárusar og lítur svo á að fyrirmælin hafi verið hófleg. Hann var því fundinn sekur en honum er ekki gerð sérstök refsing. Þá er honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns sem eru tvö hundruð þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×