Innlent

Mikið af fólki í miðbæ Reykjavíkur

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Mikið af fólki var í miðbæ Reykjavíkur í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkur erill var hjá sjúkraflutningamönnum vegna pústra og ölvunar. Lögreglan og sjúkraflutningamennirnir segja hins vegar að nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig.

Lögreglan á Akureyri segir að nóttin sem leið, sé með þeim allra rólegustu nætum sem hún hefur upplifað. Margir hafi verið í bænum en allir hafi verið rólegir. Lögreglukona sem fréttastofa talaði við sagðist ekki hafa skýringu á rólegheitunum aðrar en þær að það hlyti að vera svona góð tunglstaða.

Húnavaka, sem er stór dansleikur haldinn árlega á Blönduósi, fór fram í bænum í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan í bænum segir að dansleikurinn hafi farið mjög vel fram og allir hafi hegðað sér vel.

Þá gistu tveir fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×