Lífið

Sjö ráð til að koma sér í form

Gunnar Borg stillti sér upp með Lindu Jónsdóttur, Guðrúnu Elínu Guðbjörnsdóttur, Sylvíu Arnfjörð, Gígju Þórðardóttur, Auðbjörgu Arngrímsdóttur og Klöru Hansdóttur. MYND/EA
Gunnar Borg stillti sér upp með Lindu Jónsdóttur, Guðrúnu Elínu Guðbjörnsdóttur, Sylvíu Arnfjörð, Gígju Þórðardóttur, Auðbjörgu Arngrímsdóttur og Klöru Hansdóttur. MYND/EA

Næstu helgi verður hóptímaveisla í World Class í Laugum. Um er að ræða þolfimitíma með erlendum gestakennurum og íslenskum.

Allir sem taka þátt í svokölluðum góðgerðatíma greiða 500 krónur sem fer í styrktarsjóðinn Göngum saman sem styrkir rannsóknir á brjóstakrabbameini og World Class ætlar að tvöfalda upphæðina sem safnast.

Við notuðum tækifærið og báðum Gunnar Borg Sigurðsson sem starfar sem þolfimileiðbeinanda í World Class að gefa þeim sem vilja koma sér í gott líkamlegt form sjö heilræði:

1. Setja sér markmið.

2. Skipuleggja æfingaáætlun fyrir næstu 3 mánuði.

3. Hreinsa til í mataræðinu sínu.

4. Æfa fjölbreytt, Þol og styrk, stunda líka tækjaþjálfun og jóga.

5. Taka þetta þéttum tökum eins og vinnu sex daga vikunnar.

6. Taka vel á í æfingunum og borða hollan mat.

7. Njóta vellíðunarinnar sem góð æfing gefur og njóta árangursins sem felst í hraustum og heilbrigðum líkama ásamt andlegri vellíðan.

Hvað ættu konur til að mynda að sækja í WC um helgina? „Konurnar ættu að skella sér í Dance Aerobic hjá Jessicu, Step Sensation hjá Alexandre eða Aerobic hjá Gil og síðan að sjálfsögðu ættu þær að enda daginn með því að hafa gaman og styrkja mjög þarft málefni í styrktartímanum klukkan 15:00," svaraði Gunnar áður en hann stillti sér upp með hraustum konum sem vinna með honum.

Sjá meira um hóptímaveisluna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×