Vonbrigðin endurútgefin 4. nóvember 2010 08:00 Forsprakki Weezer, Rivers Cuomo, var mjög óánægður með viðtökurnar sem Pinkerton fékk á sínum tíma. Strákarnir í Weezer hafa endurútgefið hina vanmetnu Pinkerton frá árinu 1996. Tvær aðrar plötur með sveitinni eru einnig nýkomnar út. Weezer sló í gegn um miðjan tíunda áratuginn með sinni fyrstu plötu, samnefndri hljómsveitinni. Hún seldist í milljónum eintaka og lögin Undone, The Sweater Song og Buddy Holly fengu mikla spilun á MTV og í útvarpi. Weezer voru allir vegir færir og þess vegna kom næsta plata hennar, Pinkerton, mörgum á óvart. Hljómurinn var hrárri og myrkari en á forveranum og útkoman var nokkuð á skjön við hið aðgengilega og melódíska popp-rokk sem einkenndi „bláu plötuna". Fyrsta smáskífulagið El Scorcho féll ekki í kramið hjá almenningi og smám saman varð Pinkerton týnd og tröllum gefin, þó svo að hörðustu aðdáendur Weezer hafi ávallt haldið tryggð við hana. Forsprakkinn Rivers Cuomo var lengi að jafna sig á þessum ósigri. Hann hvarf af sjónarsviðinu, sneri aftur í Harvard-háskóla og heil fimm ár liðu þangað til næsta plata, hin græna Weezer, leit dagsins ljós. Sú var greinilegt afturhvarf til fyrstu plötunnar, og lögin Hashpipe, Island in the Sun og Photograph féllu mun betur í kramið en það sem Pinkerton hafði upp á að bjóða. Núna, fjórtán árum eftir að Pinkerton kom út, hefur hún verið endurútgefin í viðhafnarútgáfu, endurhljóðblandaðri með aukaplötu sem hefur að geyma tónleikaupptökur, B-hliðalög og ótúgefin lög. Ástæðan fyrir endurútgáfunni er sú uppreisn æru sem platan hefur fengið eftir að hafa upphaflega þótt mikil vonbrigði. Núna er hún af mörgum spekúlentum talin ein mikilvægasta plata síðasta áratugar og til marks um það ákvað tímaritið Rolling Stone að breyta þriggja stjörnu dómi sínum um plötuna í fimm stjörnur árið 2004. Tímaritið Spin nefndi Pinkerton eina af hundrað bestu plötum áranna 1985 til 2005 og Guitar World segir hana á meðal hundrað bestu gítarplatna allra tíma. Tónlistarsíðan Pitchfork gaf endurútgáfu Pinkerton síðan fullt hús stiga, eða tíu, fyrir skömmu og kallaði hana tímalausa snilld. Weezer er með fleiri járn í eldinum um þessar mundir. Stutt er síðan áttunda hljóðversplata sveitarinnar, Hurley, og sú fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Epitah, kom út. Auk þess kom út á þriðjudaginn, sama dag og Pinkerton-endurútgáfan, platan Death To False Metal. Á henni eru níu óútgefin lög með Cuomo og félögum sem komust ekki á hinar plöturnar. Einnig er þar útgáfa Weezer á smelli Toni Braxton, Un-Break My Heart. freyr@frettabladid.is Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Strákarnir í Weezer hafa endurútgefið hina vanmetnu Pinkerton frá árinu 1996. Tvær aðrar plötur með sveitinni eru einnig nýkomnar út. Weezer sló í gegn um miðjan tíunda áratuginn með sinni fyrstu plötu, samnefndri hljómsveitinni. Hún seldist í milljónum eintaka og lögin Undone, The Sweater Song og Buddy Holly fengu mikla spilun á MTV og í útvarpi. Weezer voru allir vegir færir og þess vegna kom næsta plata hennar, Pinkerton, mörgum á óvart. Hljómurinn var hrárri og myrkari en á forveranum og útkoman var nokkuð á skjön við hið aðgengilega og melódíska popp-rokk sem einkenndi „bláu plötuna". Fyrsta smáskífulagið El Scorcho féll ekki í kramið hjá almenningi og smám saman varð Pinkerton týnd og tröllum gefin, þó svo að hörðustu aðdáendur Weezer hafi ávallt haldið tryggð við hana. Forsprakkinn Rivers Cuomo var lengi að jafna sig á þessum ósigri. Hann hvarf af sjónarsviðinu, sneri aftur í Harvard-háskóla og heil fimm ár liðu þangað til næsta plata, hin græna Weezer, leit dagsins ljós. Sú var greinilegt afturhvarf til fyrstu plötunnar, og lögin Hashpipe, Island in the Sun og Photograph féllu mun betur í kramið en það sem Pinkerton hafði upp á að bjóða. Núna, fjórtán árum eftir að Pinkerton kom út, hefur hún verið endurútgefin í viðhafnarútgáfu, endurhljóðblandaðri með aukaplötu sem hefur að geyma tónleikaupptökur, B-hliðalög og ótúgefin lög. Ástæðan fyrir endurútgáfunni er sú uppreisn æru sem platan hefur fengið eftir að hafa upphaflega þótt mikil vonbrigði. Núna er hún af mörgum spekúlentum talin ein mikilvægasta plata síðasta áratugar og til marks um það ákvað tímaritið Rolling Stone að breyta þriggja stjörnu dómi sínum um plötuna í fimm stjörnur árið 2004. Tímaritið Spin nefndi Pinkerton eina af hundrað bestu plötum áranna 1985 til 2005 og Guitar World segir hana á meðal hundrað bestu gítarplatna allra tíma. Tónlistarsíðan Pitchfork gaf endurútgáfu Pinkerton síðan fullt hús stiga, eða tíu, fyrir skömmu og kallaði hana tímalausa snilld. Weezer er með fleiri járn í eldinum um þessar mundir. Stutt er síðan áttunda hljóðversplata sveitarinnar, Hurley, og sú fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Epitah, kom út. Auk þess kom út á þriðjudaginn, sama dag og Pinkerton-endurútgáfan, platan Death To False Metal. Á henni eru níu óútgefin lög með Cuomo og félögum sem komust ekki á hinar plöturnar. Einnig er þar útgáfa Weezer á smelli Toni Braxton, Un-Break My Heart. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira