Innlent

Forsætisráðherra sendi framkvæmdastjóra AGS bréf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi Strauss Kahn bréf.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi Strauss Kahn bréf.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bréf í dag. Í bréfinu sagði hún að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins haldi hindrunarlaust áfram, þótt fyrirsjáanlegt sé að lausn Icesave málsins muni tefjast vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í bréfi forsætisráðherra kemur fram að endurskoðun efnahagsáætlunarinnar sé einn af mikilvægustu þáttum í endurreisn íslensks efnahagslífs. Því sé afar þýðingarmikið að endurskoðunin eigi sér stað svo fljótt sem kostur sé, ekki síst til þess að tryggja fjárfestingar og uppbyggingu atvinnulífs í þeirri endurreisn sem hafin er á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×