Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni 20. apríl 2010 05:00 Þessi mynd af Davíð Garðarssyni var tekin þegar hann var á flótta undan réttvísinni í útlöndum. Hann hefur áður verið bendlaður við stór fíkniefnamál. Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is
Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira