Innlent

Enn haldið sofandi eftir að hafa drukkið stíflueyði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmanni um fertugt, sem innbyrti stíflueyði um helgina, er enn haldið sofandi i öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er þungt haldinn, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni þar.

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag vegna rannsóknar málsins. Hann er grunaður um að hafa orðið valdur að því að maðurinn drakk efnið. Annar kalrmaður sem var handtekinn hefur verið látinn laus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×