Innlent

Lokað á strandveiðar fyrir Norður- og Austurlandi

Lokað var fyrir strandveiðar fyrir Norður- og Austurlandi á miðnætti þar sem strandveiðikvóti þessa mánaðar var upp urinn á báðum svæðunum. Bátarnir mega nú fara á makrílveiðar.

Áður var búið að stöðva strandveiðar fyrir Suður- og Vesturlandi af sömu orsökum, en þar hafa veiðar gengið mun betur en á norður og austursvæðunum, það sem af er sumri. Loka strandveiðikvótinn í ár verður svo gefinn út fyrsta ágúst.  

Nú eru aðeins um 300 skip á sjó við landið, að flutninga- og farþegaskipum með töldum,  en þegar strandveiðarnar stóðu sem hæst, fóru þau upp í eitt þúsund. Standveiðibátarnir fengur fyrir nokkrum dögum leyfi til makrílveiða á línu og færi, en sára fáir eru farnir að nýta sér þá heimild þar  sem strandveiðisjómönnunum hefur ekki gefist ráðrúm til að búa báta sína til þeirra veiða.

Með tilkomu þeirar veiða lengist úthald þessara báta í hverjum mánuði, því þeir geta þá snúið sér að makríl, þegar þeir eru búnir með bolfiskkvótana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×