Fjölskylda borgarfulltrúa færði Palestínumönnum gervifætur Magnús Már Guðmundsson skrifar 30. desember 2010 10:15 Frá Gaza annan í jólum. Fjölskylda Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, dvaldi í Egyptalandi og Palestínu yfir jólin og færði heimamönnum á Gazaströndinni efni í 36 gervifætur fyrir hönd samtakanna Ísland-Palestína. Það er til viðbótar þeim sem smíðaðir voru í maí á síðasta ári og í nóvember síðastliðinum af liðsmönnum Össurar Kristinssonar og fyrirtækis hans OK Prosthetics. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, er formaður Íslands-Palestínu. Með í för eru börn þeirra, Guðfinnur og Kristín. Fjölskyldan komst inn á Gazasvæðið á annan í jólum eftir langt ferðalag frá Egyptalandi og bið við landamærin, að sögn Guðfinns. „Svona er lífið hér á Gaza" Guðfinnur fjallar um ferðalagið á samskiptavefnum Facebook. Þar segir hann meðal annars: „Heimsótti flóttamannabúðir í Khan Yunis og Rafah í dag. Ótrúleg sjón og ótrúlegt að tala við fólk sem hefur misst vini og fjölskyldu í sprengjum og skotárásum í gegnum árin. Eyðilögð hús útötuð í skotgötum. Svona er lífið hér á Gaza." Gervifótur stilltur á sjö ára stúlku sem kom í endurmat. Í haust var lögð áhersla á að ljúka þjálfun fólks á staðnum í smíði gervifótanna með aðferð Össurar sem gerir þeim kleift að smíða limina hvar sem er og ljúka verkinu á einum til tveimur klukkustundum í stað allt að tveggja vikna.Örlítið minna af flugeldum í ár Tvær palestínskar konur, stoðtækjasmiðir sem fengu sérþjálfun hjá Óskari Lárussyni, eru nú að hefjast handa við smíðar úr efninu sem fjölskyldan kom með til Gaza á einstaklinga sem misst hafa ganglim fyrir neðan hné. Áður höfðu 42 einstaklingar á ýmsum aldri, allt niður í sjö ára, fengið gervifætur frá OK Prosthetics og Félaginu Ísland-Palestína. Félagið stendur nú fyrir stöfnun fyrir efniskostnaði við gervifæturna sem kosta rúmlega 80 þúsund krónur. „Sá kostnaður er aðeins lítill hluti af venjulegu verði gervilima," segir Guðfinnur. „Ég hvet alla til að kaupa aðeins minna af flugeldum í ár og styðja þess í stað fjármögnun gervifótanna, enn vantar töluvert uppá." Númer söfnunarreikningsins er 542-26-6990 og kennitalan er 520188-1349 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Fjölskylda Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, dvaldi í Egyptalandi og Palestínu yfir jólin og færði heimamönnum á Gazaströndinni efni í 36 gervifætur fyrir hönd samtakanna Ísland-Palestína. Það er til viðbótar þeim sem smíðaðir voru í maí á síðasta ári og í nóvember síðastliðinum af liðsmönnum Össurar Kristinssonar og fyrirtækis hans OK Prosthetics. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, er formaður Íslands-Palestínu. Með í för eru börn þeirra, Guðfinnur og Kristín. Fjölskyldan komst inn á Gazasvæðið á annan í jólum eftir langt ferðalag frá Egyptalandi og bið við landamærin, að sögn Guðfinns. „Svona er lífið hér á Gaza" Guðfinnur fjallar um ferðalagið á samskiptavefnum Facebook. Þar segir hann meðal annars: „Heimsótti flóttamannabúðir í Khan Yunis og Rafah í dag. Ótrúleg sjón og ótrúlegt að tala við fólk sem hefur misst vini og fjölskyldu í sprengjum og skotárásum í gegnum árin. Eyðilögð hús útötuð í skotgötum. Svona er lífið hér á Gaza." Gervifótur stilltur á sjö ára stúlku sem kom í endurmat. Í haust var lögð áhersla á að ljúka þjálfun fólks á staðnum í smíði gervifótanna með aðferð Össurar sem gerir þeim kleift að smíða limina hvar sem er og ljúka verkinu á einum til tveimur klukkustundum í stað allt að tveggja vikna.Örlítið minna af flugeldum í ár Tvær palestínskar konur, stoðtækjasmiðir sem fengu sérþjálfun hjá Óskari Lárussyni, eru nú að hefjast handa við smíðar úr efninu sem fjölskyldan kom með til Gaza á einstaklinga sem misst hafa ganglim fyrir neðan hné. Áður höfðu 42 einstaklingar á ýmsum aldri, allt niður í sjö ára, fengið gervifætur frá OK Prosthetics og Félaginu Ísland-Palestína. Félagið stendur nú fyrir stöfnun fyrir efniskostnaði við gervifæturna sem kosta rúmlega 80 þúsund krónur. „Sá kostnaður er aðeins lítill hluti af venjulegu verði gervilima," segir Guðfinnur. „Ég hvet alla til að kaupa aðeins minna af flugeldum í ár og styðja þess í stað fjármögnun gervifótanna, enn vantar töluvert uppá." Númer söfnunarreikningsins er 542-26-6990 og kennitalan er 520188-1349
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira