Umfjöllun: Sanngjarn sigur KR-inga gegn Stjörnunni Stefán Árni Pálsson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Mynd/Stefán KR-ingar unnu 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu. Þorvaldur Árnason kom gestunum yfir en það voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skoruðu mörk KR-inga. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru KR-ingar í áttunda sæti með 16 stig, en Stjarnan í því sjöunda með 17 stig. Með sigri gátu KR-ingar komist upp fyrir Stjörnumenn en hvorugt liðið mátti við því að misstíga sig fyrir þennan leik. Leikurinn hófst með miklum látum en það var á 6.mínútu leiksins heimamenn fengu fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason komst einn í gegn og átti skot sem fór rétt framhjá. KR-ingar mættu vel stemmdir til leiks og réðu ferðinni fyrstu tíu mínúturnar. Á 13.mínútu skoruðu aftur á móti gestirnir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Þorvaldur Árnason. Bjarki Páll Eysteinsson átti frábæran sprett upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir mark KR-inga. Þar náði Þorvaldur Árnason að koma boltanum inn eftir mikið klafs. Eftir mark Stjörnumanna komu KR-ingar tvíefldir til baka og létu markið ekki á sig fá. Heimamenn gengu á lagið og sóttu án afláts. Á 26.mínútu björguðu Stjörnumenn á línu eftir flott skot frá Guðjóni Baldvinssyni. Björn Pálsson ,leikmaður Stjörnunnar, náði að koma fótunum fyrir boltann sem var á leiðinni í netið. Fimm mínútum síðar átti Óskar Örn Hauksson frábært skot að marki Stjörnunnar en Bjarni Þórður í markinu varði vel. Strax í næstu sókn náðu heimamenn að brjóta ísinn með marki frá Kjartani Henry Finnbogasyni. Guðjón Baldvinsson átti virkilega fína sendingu fyrir markið sem hafnaði á kollinum á Kjartani og þaðan í netið. KR-ingar voru alls ekkert hættir eftir markið og fengu tvö dauðafæri fyrir lok fyrri hálfleiks en í bæði skiptin náði Bjarni Þórður að verja vel. Markmaður Stjörnunnar, Bjarni Þórður Halldórsson, var eina ástæðan fyrir því að hans menn voru ekki undir í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri með miklum látum og Stjörnumenn fengu strax dauðafæri en þá vippaði Þorvaldur Árnason yfir Lars Ivar í marki KR-inga og boltinn fór hárfínt framhjá. Það leit út fyrir að gestirnir myndu mæta sterkir til leiks en svo var alls ekki. Það sem eftir var að síðari hálfleiknum var algjörlega eign KR-inga. Á 59.mínútu komust KR-ingar yfir með marki frá Björgólfi Takefusa. Markið hafði legið í loftinu nánast allan síðari hálfleikinn, en það var Óskar Örn Hauksson sem átti frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Baldri Sigurðssyni sem framlengdi hann á Björgólf sem stýrði honum í netið. Það var síðan tíu mínútum fyrir leikslok þegar Guðmundur Reynir Gunnarsson slapp einn í gegnum vörn Stjörnumanna og lagði boltann auðveldlega framhjá Bjarna Þórði í markinu. Eftir þriðja markið var sigurinn aldrei í hættu og KR-ingar lönduðu öllum stigunum sem í boði voru. KR-ingar eru komnir upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig og eiga leik til góða, en Stjörnumenn hafa sætaskipti við KR-ingana og falla niður í áttunda sætið. Rúnar Kristinsson , þjálfari KR-inga, er greinilega að gera fína hluti með liðið og allt annað að sjá til þeirra.KR-Stjarnan 3-1 0-1 Þorvaldur Árnason (13.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (33.) 2-1 Björgólfur Takefusa (59.) 3-1 Guðmundur Reynir Gunnarsson (80.) Frostaskjól - Áhorfendur: 1455 Dómari: Guðmundur A. Guðmundsson 6 Skot (á mark): 19-8 (8-2) Varin skot: Lars 1 – Bjarni 6 Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar 7-8 Rangstöður 4-1KR (4-4-2) Lars Ivar Moldskred 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Mark Richard Rutgers 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Óskar Örn Hauksson 6Bjarni Guðjónsson 8 - maður leiksins Baldur Sigurðsson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 Björgólfur Hideaki Takefusa 7 Guðjón Baldvinsson 6 Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 6 Jóhann Laxdal 5 Dennis Danry 4 Björn Pálsson 5 Atli Jóhannsson 5 Þorvaldur Árnason 6 Víðir Þorvarðarson 5 Ellert Hreinsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
KR-ingar unnu 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu. Þorvaldur Árnason kom gestunum yfir en það voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skoruðu mörk KR-inga. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru KR-ingar í áttunda sæti með 16 stig, en Stjarnan í því sjöunda með 17 stig. Með sigri gátu KR-ingar komist upp fyrir Stjörnumenn en hvorugt liðið mátti við því að misstíga sig fyrir þennan leik. Leikurinn hófst með miklum látum en það var á 6.mínútu leiksins heimamenn fengu fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason komst einn í gegn og átti skot sem fór rétt framhjá. KR-ingar mættu vel stemmdir til leiks og réðu ferðinni fyrstu tíu mínúturnar. Á 13.mínútu skoruðu aftur á móti gestirnir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Þorvaldur Árnason. Bjarki Páll Eysteinsson átti frábæran sprett upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir mark KR-inga. Þar náði Þorvaldur Árnason að koma boltanum inn eftir mikið klafs. Eftir mark Stjörnumanna komu KR-ingar tvíefldir til baka og létu markið ekki á sig fá. Heimamenn gengu á lagið og sóttu án afláts. Á 26.mínútu björguðu Stjörnumenn á línu eftir flott skot frá Guðjóni Baldvinssyni. Björn Pálsson ,leikmaður Stjörnunnar, náði að koma fótunum fyrir boltann sem var á leiðinni í netið. Fimm mínútum síðar átti Óskar Örn Hauksson frábært skot að marki Stjörnunnar en Bjarni Þórður í markinu varði vel. Strax í næstu sókn náðu heimamenn að brjóta ísinn með marki frá Kjartani Henry Finnbogasyni. Guðjón Baldvinsson átti virkilega fína sendingu fyrir markið sem hafnaði á kollinum á Kjartani og þaðan í netið. KR-ingar voru alls ekkert hættir eftir markið og fengu tvö dauðafæri fyrir lok fyrri hálfleiks en í bæði skiptin náði Bjarni Þórður að verja vel. Markmaður Stjörnunnar, Bjarni Þórður Halldórsson, var eina ástæðan fyrir því að hans menn voru ekki undir í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri með miklum látum og Stjörnumenn fengu strax dauðafæri en þá vippaði Þorvaldur Árnason yfir Lars Ivar í marki KR-inga og boltinn fór hárfínt framhjá. Það leit út fyrir að gestirnir myndu mæta sterkir til leiks en svo var alls ekki. Það sem eftir var að síðari hálfleiknum var algjörlega eign KR-inga. Á 59.mínútu komust KR-ingar yfir með marki frá Björgólfi Takefusa. Markið hafði legið í loftinu nánast allan síðari hálfleikinn, en það var Óskar Örn Hauksson sem átti frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Baldri Sigurðssyni sem framlengdi hann á Björgólf sem stýrði honum í netið. Það var síðan tíu mínútum fyrir leikslok þegar Guðmundur Reynir Gunnarsson slapp einn í gegnum vörn Stjörnumanna og lagði boltann auðveldlega framhjá Bjarna Þórði í markinu. Eftir þriðja markið var sigurinn aldrei í hættu og KR-ingar lönduðu öllum stigunum sem í boði voru. KR-ingar eru komnir upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig og eiga leik til góða, en Stjörnumenn hafa sætaskipti við KR-ingana og falla niður í áttunda sætið. Rúnar Kristinsson , þjálfari KR-inga, er greinilega að gera fína hluti með liðið og allt annað að sjá til þeirra.KR-Stjarnan 3-1 0-1 Þorvaldur Árnason (13.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (33.) 2-1 Björgólfur Takefusa (59.) 3-1 Guðmundur Reynir Gunnarsson (80.) Frostaskjól - Áhorfendur: 1455 Dómari: Guðmundur A. Guðmundsson 6 Skot (á mark): 19-8 (8-2) Varin skot: Lars 1 – Bjarni 6 Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar 7-8 Rangstöður 4-1KR (4-4-2) Lars Ivar Moldskred 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Mark Richard Rutgers 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Óskar Örn Hauksson 6Bjarni Guðjónsson 8 - maður leiksins Baldur Sigurðsson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 Björgólfur Hideaki Takefusa 7 Guðjón Baldvinsson 6 Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 6 Jóhann Laxdal 5 Dennis Danry 4 Björn Pálsson 5 Atli Jóhannsson 5 Þorvaldur Árnason 6 Víðir Þorvarðarson 5 Ellert Hreinsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira