Umfjöllun: Sanngjarn sigur KR-inga gegn Stjörnunni Stefán Árni Pálsson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Mynd/Stefán KR-ingar unnu 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu. Þorvaldur Árnason kom gestunum yfir en það voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skoruðu mörk KR-inga. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru KR-ingar í áttunda sæti með 16 stig, en Stjarnan í því sjöunda með 17 stig. Með sigri gátu KR-ingar komist upp fyrir Stjörnumenn en hvorugt liðið mátti við því að misstíga sig fyrir þennan leik. Leikurinn hófst með miklum látum en það var á 6.mínútu leiksins heimamenn fengu fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason komst einn í gegn og átti skot sem fór rétt framhjá. KR-ingar mættu vel stemmdir til leiks og réðu ferðinni fyrstu tíu mínúturnar. Á 13.mínútu skoruðu aftur á móti gestirnir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Þorvaldur Árnason. Bjarki Páll Eysteinsson átti frábæran sprett upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir mark KR-inga. Þar náði Þorvaldur Árnason að koma boltanum inn eftir mikið klafs. Eftir mark Stjörnumanna komu KR-ingar tvíefldir til baka og létu markið ekki á sig fá. Heimamenn gengu á lagið og sóttu án afláts. Á 26.mínútu björguðu Stjörnumenn á línu eftir flott skot frá Guðjóni Baldvinssyni. Björn Pálsson ,leikmaður Stjörnunnar, náði að koma fótunum fyrir boltann sem var á leiðinni í netið. Fimm mínútum síðar átti Óskar Örn Hauksson frábært skot að marki Stjörnunnar en Bjarni Þórður í markinu varði vel. Strax í næstu sókn náðu heimamenn að brjóta ísinn með marki frá Kjartani Henry Finnbogasyni. Guðjón Baldvinsson átti virkilega fína sendingu fyrir markið sem hafnaði á kollinum á Kjartani og þaðan í netið. KR-ingar voru alls ekkert hættir eftir markið og fengu tvö dauðafæri fyrir lok fyrri hálfleiks en í bæði skiptin náði Bjarni Þórður að verja vel. Markmaður Stjörnunnar, Bjarni Þórður Halldórsson, var eina ástæðan fyrir því að hans menn voru ekki undir í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri með miklum látum og Stjörnumenn fengu strax dauðafæri en þá vippaði Þorvaldur Árnason yfir Lars Ivar í marki KR-inga og boltinn fór hárfínt framhjá. Það leit út fyrir að gestirnir myndu mæta sterkir til leiks en svo var alls ekki. Það sem eftir var að síðari hálfleiknum var algjörlega eign KR-inga. Á 59.mínútu komust KR-ingar yfir með marki frá Björgólfi Takefusa. Markið hafði legið í loftinu nánast allan síðari hálfleikinn, en það var Óskar Örn Hauksson sem átti frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Baldri Sigurðssyni sem framlengdi hann á Björgólf sem stýrði honum í netið. Það var síðan tíu mínútum fyrir leikslok þegar Guðmundur Reynir Gunnarsson slapp einn í gegnum vörn Stjörnumanna og lagði boltann auðveldlega framhjá Bjarna Þórði í markinu. Eftir þriðja markið var sigurinn aldrei í hættu og KR-ingar lönduðu öllum stigunum sem í boði voru. KR-ingar eru komnir upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig og eiga leik til góða, en Stjörnumenn hafa sætaskipti við KR-ingana og falla niður í áttunda sætið. Rúnar Kristinsson , þjálfari KR-inga, er greinilega að gera fína hluti með liðið og allt annað að sjá til þeirra.KR-Stjarnan 3-1 0-1 Þorvaldur Árnason (13.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (33.) 2-1 Björgólfur Takefusa (59.) 3-1 Guðmundur Reynir Gunnarsson (80.) Frostaskjól - Áhorfendur: 1455 Dómari: Guðmundur A. Guðmundsson 6 Skot (á mark): 19-8 (8-2) Varin skot: Lars 1 – Bjarni 6 Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar 7-8 Rangstöður 4-1KR (4-4-2) Lars Ivar Moldskred 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Mark Richard Rutgers 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Óskar Örn Hauksson 6Bjarni Guðjónsson 8 - maður leiksins Baldur Sigurðsson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 Björgólfur Hideaki Takefusa 7 Guðjón Baldvinsson 6 Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 6 Jóhann Laxdal 5 Dennis Danry 4 Björn Pálsson 5 Atli Jóhannsson 5 Þorvaldur Árnason 6 Víðir Þorvarðarson 5 Ellert Hreinsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
KR-ingar unnu 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu. Þorvaldur Árnason kom gestunum yfir en það voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skoruðu mörk KR-inga. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru KR-ingar í áttunda sæti með 16 stig, en Stjarnan í því sjöunda með 17 stig. Með sigri gátu KR-ingar komist upp fyrir Stjörnumenn en hvorugt liðið mátti við því að misstíga sig fyrir þennan leik. Leikurinn hófst með miklum látum en það var á 6.mínútu leiksins heimamenn fengu fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason komst einn í gegn og átti skot sem fór rétt framhjá. KR-ingar mættu vel stemmdir til leiks og réðu ferðinni fyrstu tíu mínúturnar. Á 13.mínútu skoruðu aftur á móti gestirnir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Þorvaldur Árnason. Bjarki Páll Eysteinsson átti frábæran sprett upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir mark KR-inga. Þar náði Þorvaldur Árnason að koma boltanum inn eftir mikið klafs. Eftir mark Stjörnumanna komu KR-ingar tvíefldir til baka og létu markið ekki á sig fá. Heimamenn gengu á lagið og sóttu án afláts. Á 26.mínútu björguðu Stjörnumenn á línu eftir flott skot frá Guðjóni Baldvinssyni. Björn Pálsson ,leikmaður Stjörnunnar, náði að koma fótunum fyrir boltann sem var á leiðinni í netið. Fimm mínútum síðar átti Óskar Örn Hauksson frábært skot að marki Stjörnunnar en Bjarni Þórður í markinu varði vel. Strax í næstu sókn náðu heimamenn að brjóta ísinn með marki frá Kjartani Henry Finnbogasyni. Guðjón Baldvinsson átti virkilega fína sendingu fyrir markið sem hafnaði á kollinum á Kjartani og þaðan í netið. KR-ingar voru alls ekkert hættir eftir markið og fengu tvö dauðafæri fyrir lok fyrri hálfleiks en í bæði skiptin náði Bjarni Þórður að verja vel. Markmaður Stjörnunnar, Bjarni Þórður Halldórsson, var eina ástæðan fyrir því að hans menn voru ekki undir í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri með miklum látum og Stjörnumenn fengu strax dauðafæri en þá vippaði Þorvaldur Árnason yfir Lars Ivar í marki KR-inga og boltinn fór hárfínt framhjá. Það leit út fyrir að gestirnir myndu mæta sterkir til leiks en svo var alls ekki. Það sem eftir var að síðari hálfleiknum var algjörlega eign KR-inga. Á 59.mínútu komust KR-ingar yfir með marki frá Björgólfi Takefusa. Markið hafði legið í loftinu nánast allan síðari hálfleikinn, en það var Óskar Örn Hauksson sem átti frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Baldri Sigurðssyni sem framlengdi hann á Björgólf sem stýrði honum í netið. Það var síðan tíu mínútum fyrir leikslok þegar Guðmundur Reynir Gunnarsson slapp einn í gegnum vörn Stjörnumanna og lagði boltann auðveldlega framhjá Bjarna Þórði í markinu. Eftir þriðja markið var sigurinn aldrei í hættu og KR-ingar lönduðu öllum stigunum sem í boði voru. KR-ingar eru komnir upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig og eiga leik til góða, en Stjörnumenn hafa sætaskipti við KR-ingana og falla niður í áttunda sætið. Rúnar Kristinsson , þjálfari KR-inga, er greinilega að gera fína hluti með liðið og allt annað að sjá til þeirra.KR-Stjarnan 3-1 0-1 Þorvaldur Árnason (13.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (33.) 2-1 Björgólfur Takefusa (59.) 3-1 Guðmundur Reynir Gunnarsson (80.) Frostaskjól - Áhorfendur: 1455 Dómari: Guðmundur A. Guðmundsson 6 Skot (á mark): 19-8 (8-2) Varin skot: Lars 1 – Bjarni 6 Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar 7-8 Rangstöður 4-1KR (4-4-2) Lars Ivar Moldskred 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Mark Richard Rutgers 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Óskar Örn Hauksson 6Bjarni Guðjónsson 8 - maður leiksins Baldur Sigurðsson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 Björgólfur Hideaki Takefusa 7 Guðjón Baldvinsson 6 Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 6 Jóhann Laxdal 5 Dennis Danry 4 Björn Pálsson 5 Atli Jóhannsson 5 Þorvaldur Árnason 6 Víðir Þorvarðarson 5 Ellert Hreinsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira