Heilsa batnar oftast í efnahagskreppum 14. júlí 2010 04:00 Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Fréttablaðið/daníel Efnahagskreppan sem nú geisar á Íslandi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 kann að verða til góðs fyrir heilsufar þjóðarinnar ef marka má niðurstöður erlendra rannsókna á áhrifum hagsveiflna. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður MS-náms í heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna nokkuð skýr tengsl milli efnahagslægða og heilsufars. „Þær sýna frekar að heilsa batni í kreppum heldur en að henni hraki. Helsta undantekningin er geðsjúkdómar og því er mikilvægt að hafa augum á þeim og fylgjast með sjálfsvígum. Að öðru leyti er dánartíðni almennt minni í kreppum en þegar hagkerfið er í uppsveiflu," segir Tinna. Ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur, forstöðumanni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Ragnheiði Bjarnadóttur, fæðingarlækni á Landspítala, er Tinna ábyrgðarmaður nýrrar rannsóknar sem efna á til og ber yfirskriftina „Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi 2008 á tíðni fyrirbura og léttburafæðinga." „Þetta er hluti af stærra verkefni þar sem við erum nokkur í hóp að kanna ýmis áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilbrigði. Það er til dæmis verið að skoða áhrif á heilsutengda hegðun, eins og hreyfingu og mataræði og áhrif á ýmsa sjúkdóma. Þetta er enn allt á frumstigi og við erum enn að reyna að fjármagna verkefnið," segir Tinna. Orsakir þess að heilsa fólks batnar almennt í kreppum eru ekki fullrannsakaðar. „En það er margt sem fólk getur látið sér detta í hug. Þegar hægist á hagkerfinu verður til dæmis minni mengun. Umferð minnkar og umferðarslysum fækkar. Fólk hefur meiri tíma til að hreyfa sig og hefur minna fjármagn til að stunda ýmiss konar áhættusama hegðun á borð við reykingar og áfengisneyslu," bendir Tinna á. Að sögn Tinnu vonast íslenski rannsóknarhópurinn til að bæta við heildarmyndina í þessum fræðum. „Hver og ein kreppa í hverju landi er ólík en menn geta séð eitthvert mynstur út úr rannsóknum við mismunandi aðstæður," segir hún og bætir við að mikilvægt sé að rannsóknir hér hefjist sem fyrst. „Þá hefðu niðurstöðurnar ekki aðeins fræðilegt gildi á alþjóðlega vísu heldur hefðu líka hagnýtt gildi fyrir íslenska stefnumótun í þessari kreppu." Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira
Efnahagskreppan sem nú geisar á Íslandi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 kann að verða til góðs fyrir heilsufar þjóðarinnar ef marka má niðurstöður erlendra rannsókna á áhrifum hagsveiflna. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður MS-náms í heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna nokkuð skýr tengsl milli efnahagslægða og heilsufars. „Þær sýna frekar að heilsa batni í kreppum heldur en að henni hraki. Helsta undantekningin er geðsjúkdómar og því er mikilvægt að hafa augum á þeim og fylgjast með sjálfsvígum. Að öðru leyti er dánartíðni almennt minni í kreppum en þegar hagkerfið er í uppsveiflu," segir Tinna. Ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur, forstöðumanni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Ragnheiði Bjarnadóttur, fæðingarlækni á Landspítala, er Tinna ábyrgðarmaður nýrrar rannsóknar sem efna á til og ber yfirskriftina „Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi 2008 á tíðni fyrirbura og léttburafæðinga." „Þetta er hluti af stærra verkefni þar sem við erum nokkur í hóp að kanna ýmis áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilbrigði. Það er til dæmis verið að skoða áhrif á heilsutengda hegðun, eins og hreyfingu og mataræði og áhrif á ýmsa sjúkdóma. Þetta er enn allt á frumstigi og við erum enn að reyna að fjármagna verkefnið," segir Tinna. Orsakir þess að heilsa fólks batnar almennt í kreppum eru ekki fullrannsakaðar. „En það er margt sem fólk getur látið sér detta í hug. Þegar hægist á hagkerfinu verður til dæmis minni mengun. Umferð minnkar og umferðarslysum fækkar. Fólk hefur meiri tíma til að hreyfa sig og hefur minna fjármagn til að stunda ýmiss konar áhættusama hegðun á borð við reykingar og áfengisneyslu," bendir Tinna á. Að sögn Tinnu vonast íslenski rannsóknarhópurinn til að bæta við heildarmyndina í þessum fræðum. „Hver og ein kreppa í hverju landi er ólík en menn geta séð eitthvert mynstur út úr rannsóknum við mismunandi aðstæður," segir hún og bætir við að mikilvægt sé að rannsóknir hér hefjist sem fyrst. „Þá hefðu niðurstöðurnar ekki aðeins fræðilegt gildi á alþjóðlega vísu heldur hefðu líka hagnýtt gildi fyrir íslenska stefnumótun í þessari kreppu."
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira