Heilsa batnar oftast í efnahagskreppum 14. júlí 2010 04:00 Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Fréttablaðið/daníel Efnahagskreppan sem nú geisar á Íslandi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 kann að verða til góðs fyrir heilsufar þjóðarinnar ef marka má niðurstöður erlendra rannsókna á áhrifum hagsveiflna. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður MS-náms í heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna nokkuð skýr tengsl milli efnahagslægða og heilsufars. „Þær sýna frekar að heilsa batni í kreppum heldur en að henni hraki. Helsta undantekningin er geðsjúkdómar og því er mikilvægt að hafa augum á þeim og fylgjast með sjálfsvígum. Að öðru leyti er dánartíðni almennt minni í kreppum en þegar hagkerfið er í uppsveiflu," segir Tinna. Ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur, forstöðumanni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Ragnheiði Bjarnadóttur, fæðingarlækni á Landspítala, er Tinna ábyrgðarmaður nýrrar rannsóknar sem efna á til og ber yfirskriftina „Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi 2008 á tíðni fyrirbura og léttburafæðinga." „Þetta er hluti af stærra verkefni þar sem við erum nokkur í hóp að kanna ýmis áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilbrigði. Það er til dæmis verið að skoða áhrif á heilsutengda hegðun, eins og hreyfingu og mataræði og áhrif á ýmsa sjúkdóma. Þetta er enn allt á frumstigi og við erum enn að reyna að fjármagna verkefnið," segir Tinna. Orsakir þess að heilsa fólks batnar almennt í kreppum eru ekki fullrannsakaðar. „En það er margt sem fólk getur látið sér detta í hug. Þegar hægist á hagkerfinu verður til dæmis minni mengun. Umferð minnkar og umferðarslysum fækkar. Fólk hefur meiri tíma til að hreyfa sig og hefur minna fjármagn til að stunda ýmiss konar áhættusama hegðun á borð við reykingar og áfengisneyslu," bendir Tinna á. Að sögn Tinnu vonast íslenski rannsóknarhópurinn til að bæta við heildarmyndina í þessum fræðum. „Hver og ein kreppa í hverju landi er ólík en menn geta séð eitthvert mynstur út úr rannsóknum við mismunandi aðstæður," segir hún og bætir við að mikilvægt sé að rannsóknir hér hefjist sem fyrst. „Þá hefðu niðurstöðurnar ekki aðeins fræðilegt gildi á alþjóðlega vísu heldur hefðu líka hagnýtt gildi fyrir íslenska stefnumótun í þessari kreppu." Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Efnahagskreppan sem nú geisar á Íslandi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 kann að verða til góðs fyrir heilsufar þjóðarinnar ef marka má niðurstöður erlendra rannsókna á áhrifum hagsveiflna. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður MS-náms í heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna nokkuð skýr tengsl milli efnahagslægða og heilsufars. „Þær sýna frekar að heilsa batni í kreppum heldur en að henni hraki. Helsta undantekningin er geðsjúkdómar og því er mikilvægt að hafa augum á þeim og fylgjast með sjálfsvígum. Að öðru leyti er dánartíðni almennt minni í kreppum en þegar hagkerfið er í uppsveiflu," segir Tinna. Ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur, forstöðumanni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Ragnheiði Bjarnadóttur, fæðingarlækni á Landspítala, er Tinna ábyrgðarmaður nýrrar rannsóknar sem efna á til og ber yfirskriftina „Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi 2008 á tíðni fyrirbura og léttburafæðinga." „Þetta er hluti af stærra verkefni þar sem við erum nokkur í hóp að kanna ýmis áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilbrigði. Það er til dæmis verið að skoða áhrif á heilsutengda hegðun, eins og hreyfingu og mataræði og áhrif á ýmsa sjúkdóma. Þetta er enn allt á frumstigi og við erum enn að reyna að fjármagna verkefnið," segir Tinna. Orsakir þess að heilsa fólks batnar almennt í kreppum eru ekki fullrannsakaðar. „En það er margt sem fólk getur látið sér detta í hug. Þegar hægist á hagkerfinu verður til dæmis minni mengun. Umferð minnkar og umferðarslysum fækkar. Fólk hefur meiri tíma til að hreyfa sig og hefur minna fjármagn til að stunda ýmiss konar áhættusama hegðun á borð við reykingar og áfengisneyslu," bendir Tinna á. Að sögn Tinnu vonast íslenski rannsóknarhópurinn til að bæta við heildarmyndina í þessum fræðum. „Hver og ein kreppa í hverju landi er ólík en menn geta séð eitthvert mynstur út úr rannsóknum við mismunandi aðstæður," segir hún og bætir við að mikilvægt sé að rannsóknir hér hefjist sem fyrst. „Þá hefðu niðurstöðurnar ekki aðeins fræðilegt gildi á alþjóðlega vísu heldur hefðu líka hagnýtt gildi fyrir íslenska stefnumótun í þessari kreppu."
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira