Innlent

Bragi varaði við fordæmisgildinu

Bragi Guðbrandsson
Bragi Guðbrandsson
Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lögmaður Götusmiðjunnar teldi að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hefði verið brotin þegar ráðherrar blönduðu sér í samningaviðræður um uppgjör við Árbótarhjónin, enda hefði Götusmiðjan fengið allt aðra meðferð í kerfinu þegar samningnum við hana var sagt upp. Sagðist hann ætla að kvarta yfir málinu til umboðsmanns Alþingis.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, lét í ljós áhyggjur af fordæmisgildi samninganna við Árbótarhjónin á fundi í félagsmálaráðuneytinu 8. apríl síðastliðinn.

Í minnisblaði Einars Njálssonar, skrifstofustjóra í ráðuneytinu, um fundinn segir: „Bragi mótmælti því að nokkurt tilefni eða rök væru fyrir því að greiða rekstraraðilum nokkuð umfram það sem þau samkvæmt samningi ættu rétt á, þ.e. greiðslur í 6 mánuði eftir uppsögn samnings. Varaði hann við því að í þessu gæti falist fordæmi sem gerði það að verkum að einkarekstur á meðferðarheimilum yrði alveg út úr myndinni í framtíðinni, þar sem það yrði alltaf dýrara en ríkisreksturinn, ef rekstraraðilar ættu alltaf rétt á að fá greiddar óskilgreindar háar fjárhæðir fram yfir samningsbundnar greiðslur við starfslok.“


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×