Ramos skal verða framseldur 27. janúar 2010 02:00 Var á leið í dómsal þegar hann reyndi að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins.Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins þess efnis að orðið verði við beiðni brasilískra yfirvalda um að framselja brasilíska gæsluvarðhaldsfangann Hosmany Ramos. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar hrl., lögmanns Ramosar, verður úrskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar. Ramos hefur leitað allra leiða til að fá að afplána afganginn af þungum dómum, sem hann hlaut í föðurlandinu, í fangelsi hér. Hann átti eftir að afplána tólf og hálft ár í fangelsi þegar hann lét sig hverfa úr fangelsinu í Brasilíu eftir jólafrí og var svo handtekinn á Keflavíkurflugvelli 9. ágúst. Skömmu síðar lýsti Interpol eftir Ramosi og gaf út beiðni um handtöku. Framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur fangelsisdómum sem hann hlaut í föðurlandinu. Annars vegar er tveggja ára dómur fyrir vopnað rán. Hins vegar 24 ára dómur fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni. Ramos reyndi sem kunnugt er að strjúka frá fangavörðum hér fyrir skömmu og hótaði öðrum þeirra lífláti.- jss Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins þess efnis að orðið verði við beiðni brasilískra yfirvalda um að framselja brasilíska gæsluvarðhaldsfangann Hosmany Ramos. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar hrl., lögmanns Ramosar, verður úrskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar. Ramos hefur leitað allra leiða til að fá að afplána afganginn af þungum dómum, sem hann hlaut í föðurlandinu, í fangelsi hér. Hann átti eftir að afplána tólf og hálft ár í fangelsi þegar hann lét sig hverfa úr fangelsinu í Brasilíu eftir jólafrí og var svo handtekinn á Keflavíkurflugvelli 9. ágúst. Skömmu síðar lýsti Interpol eftir Ramosi og gaf út beiðni um handtöku. Framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur fangelsisdómum sem hann hlaut í föðurlandinu. Annars vegar er tveggja ára dómur fyrir vopnað rán. Hins vegar 24 ára dómur fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni. Ramos reyndi sem kunnugt er að strjúka frá fangavörðum hér fyrir skömmu og hótaði öðrum þeirra lífláti.- jss
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira