Meta á samrekstur skólastofnana 30. nóvember 2010 05:30 Oddný Sturludóttir Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira