Meta á samrekstur skólastofnana 30. nóvember 2010 05:30 Oddný Sturludóttir Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj
Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira