Tryggingastofnun hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook.
Þar með bætist við leið til að koma upplýsingum um almannatryggingakerfið á framfæri, en auk þess koma þar fram tilkynningar um það sem hæst ber hjá stofnuninni hverju sinni.
Til að fylgjast með fara notendur á Facebook-síðuna og smella á „Líkar við" hnappinn.- þj