Innlent

Áfram mokveiði í Blöndu

Þórarinn Sigþórsson gerir það enn gott í Blöndu.
Þórarinn Sigþórsson gerir það enn gott í Blöndu.
Tvö holl sem voru að veiðum í vikunni á neðsta svæðinu í Blöndu veiddu samtals 380 laxa á fjórum dögum. Á þessu svæði er veitt á fjórar stangir.

Fyrra hollið veiddi um 230 laxa samkvæmt veiðibókinni. Í því holli voru meðal annarra Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og Bolli Kristinsson kaupmaður, stofnandi fataverslunarinnar Sautján. Hluta af aflanum var sleppt aftur í ána.

Hollið á eftir veiddi 150 laxa. Stærsti fiskurinn í því holli mun hafa vegið 17 pund. Höfðu sumir veiðimenn á orði að nú vandaðist málið því frystiplássið á heimili þeirra gæti ekki tekið við öllum þessum afla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×