Læknar rokka og poppa 1. maí 2010 15:00 Þónokkrir læknar hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Læknastarfið er sveipað virðuleika og löngu námi en þó hafa ekki allir læknar legið yfir námsbókum alla sína hunds- og kattartíð því þeir eru þónokkrir sem hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari einnar vinsælustu hljómsveitar Íslands um þessar mundir, Diktu, er læknir og útskrifaðist sem slíkur 2008. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lækningum og tónlist því faðir hans, Haukur Heiðar Ingólfsson, er líka læknir og tónlistarmaður, spilaði mikið með Ómari Ragnarssyni á árum áður og inn á fjölda hljómplatna. „Það hefur gerst að ég hafi hitt sjúkling sem kvöldið áður var að horfa á mig á tónleikum. Það er kannski svolítið skrýtið," sagði Haukur í viðtali við Læknablaðið fyrir skemmstu. En þeir feðgar eru ekki einu læknarnir sem hafa lagt stund á tónlistina. Heimir Sindrason hefur samið ófá lög í Eurovision-keppnir, gefið út plötur og var meðal annars liðsmaður dúettsins Heimir og Jónas. Hans þekktasta lag er sennilega hinn sígildi slagari Hótel Jörð sem Heimir samdi við samnefnt ljóð Tómasar Guðmundssonar. Lýður Árnason. Lýður Árnason var lengi vel læknir á Flateyri en hann er einnig einn af stofnendum hljómsveitarinnar Grjóthruns ásamt Grími Atlasyni, fráfarandi sveitarstjóra í Dalabyggð.Ragnar Danielsen, einn fremsti hjartalæknir þjóðarinnar, var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Ragnar er enn mikill áhugamaður um tónlist og hefur að sögn vina og vandamanna ekki sungið sitt síðasta á því sviði.Haukur í Diktu.Hljómsveitin Tatarar sló eftirminnilega í gegn á hátindi blómatímabilsins á Íslandi. Tveir liðsmanna sveitarinnar hafa frá því að tónlistarferlinum lauk snúið sér að störfum innan heilbrigðisgeirans en trommari sveitarinnar, Magnús Magnússon, er sálfræðingur. Söngvari Tatara var hins vegar Stefán Eggertsson læknir. Hann er þó eflaust þekktastur í dag meðal handboltakappa fyrir að vera faðir Ólafs Stefánssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta.Eva Ásrún Albertsdóttir.Þá er ónefnd Eva Ásrún Albertsdóttir, sem gerði það gott á árum áður í poppinu og margir Íslendingar þekkja úr Eurovision-keppnum, en hún er ljósmóðir.Ekki má heldur gleyma Páli Torfa Önundarsyni lækni, sem hefur spilað á gítar með Diabolus in Musica og Six-pack Latino. Þá er ónefndur í þessari upptalningu nýjasti popp-læknirinn, Helgi Júlíus Óskarsson, sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Sun for a Lifetime.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Læknastarfið er sveipað virðuleika og löngu námi en þó hafa ekki allir læknar legið yfir námsbókum alla sína hunds- og kattartíð því þeir eru þónokkrir sem hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari einnar vinsælustu hljómsveitar Íslands um þessar mundir, Diktu, er læknir og útskrifaðist sem slíkur 2008. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lækningum og tónlist því faðir hans, Haukur Heiðar Ingólfsson, er líka læknir og tónlistarmaður, spilaði mikið með Ómari Ragnarssyni á árum áður og inn á fjölda hljómplatna. „Það hefur gerst að ég hafi hitt sjúkling sem kvöldið áður var að horfa á mig á tónleikum. Það er kannski svolítið skrýtið," sagði Haukur í viðtali við Læknablaðið fyrir skemmstu. En þeir feðgar eru ekki einu læknarnir sem hafa lagt stund á tónlistina. Heimir Sindrason hefur samið ófá lög í Eurovision-keppnir, gefið út plötur og var meðal annars liðsmaður dúettsins Heimir og Jónas. Hans þekktasta lag er sennilega hinn sígildi slagari Hótel Jörð sem Heimir samdi við samnefnt ljóð Tómasar Guðmundssonar. Lýður Árnason. Lýður Árnason var lengi vel læknir á Flateyri en hann er einnig einn af stofnendum hljómsveitarinnar Grjóthruns ásamt Grími Atlasyni, fráfarandi sveitarstjóra í Dalabyggð.Ragnar Danielsen, einn fremsti hjartalæknir þjóðarinnar, var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Ragnar er enn mikill áhugamaður um tónlist og hefur að sögn vina og vandamanna ekki sungið sitt síðasta á því sviði.Haukur í Diktu.Hljómsveitin Tatarar sló eftirminnilega í gegn á hátindi blómatímabilsins á Íslandi. Tveir liðsmanna sveitarinnar hafa frá því að tónlistarferlinum lauk snúið sér að störfum innan heilbrigðisgeirans en trommari sveitarinnar, Magnús Magnússon, er sálfræðingur. Söngvari Tatara var hins vegar Stefán Eggertsson læknir. Hann er þó eflaust þekktastur í dag meðal handboltakappa fyrir að vera faðir Ólafs Stefánssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta.Eva Ásrún Albertsdóttir.Þá er ónefnd Eva Ásrún Albertsdóttir, sem gerði það gott á árum áður í poppinu og margir Íslendingar þekkja úr Eurovision-keppnum, en hún er ljósmóðir.Ekki má heldur gleyma Páli Torfa Önundarsyni lækni, sem hefur spilað á gítar með Diabolus in Musica og Six-pack Latino. Þá er ónefndur í þessari upptalningu nýjasti popp-læknirinn, Helgi Júlíus Óskarsson, sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Sun for a Lifetime.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira