Enski boltinn

David Moyes: Ég er eitt stórt bros í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton.
David Moyes, stjóri Everton. Mynd/AFP
David Moyes, stjóri Everton, var að sjálfsögðu í skýjunum eftir 2-1 sigur Everton á Manchester City í kvöld en Everton-liðið hafði ekki unnið deildarleik síðan í lok október.

„Ég er eitt stórt bros í kvöld. Mér líður stórkostlega," sagði David Moyes við BBC strax eftir leikinn.

„Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínútur leiksins og í lokin náðum við að landa þremur virkilega, virkilega góðum stigum," sagði Moyes.

„Tim Cahill gefur allt sitt í leikina og það er hann sem drífur baráttuanda liðsins áfram. Við höfum spilað honum hingað og þangað á vellinum og hann er alltaf klár í slaginn," sagði Moyes um Ástralann snjalla sem skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara.

„Hann hefur frábært hugarfar og fórnar öllu sínu fyrir þetta lið," sagði Moyes kátur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×