Lífið

Læra um Lady Gaga

Háskólinn í Suður-Karólínu býður upp á námskeið um Lady Gaga.
Háskólinn í Suður-Karólínu býður upp á námskeið um Lady Gaga.
Háskólinn í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum býður nemendum sínum upp á félagsfræðiáfanga sem snýst um poppstjörnuna Lady Gaga. Áfanginn hefst næsta vor og kennari er prófessorinn Mathieu Deflem sem er mikill aðdáandi Gaga. Hann hefur séð hana þrjátíu sinnum á tónleikum.

„Við ætlum að fjalla um Lady Gaga sem félagsfræðilegan viðburð. Námskeiðið snýst ekki endilega um persónu hennar eða tónlistina. Það snýst meira um þetta fyrirbæri í samfélaginu sem á yfir tíu milljónir aðdáenda á Facebook og sex á Twitter. Hún er félagsfræðilegt fyrirbæri,“ sagði prófessorinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.