Innlent

Forseti á faraldsfæti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir verður á faraldsfæti næstu daga. Mynd/ Vilhelm.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir verður á faraldsfæti næstu daga. Mynd/ Vilhelm.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sækir sjöttu ráðstefnu kvenþingsforseta á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins sem er haldinn í Bern í Sviss í dag og á morgun. Öllum kvenþingforsetum aðildarlanda Alþjóðaþingmannasambandsins er boðið til ráðstefnunnar samkvæmt frétt á vef Alþingis.

Forseti Alþingis sækir einnig ráðstefnu þingforseta allra aðildarríkja Alþjóðaþingmannasambandsins sem haldin er dagana 19.-21. júlí næstkomandi í Genf í Sviss. Boðað er til á fimm ára fresti og var hún fyrst haldin í New York árið 2000. Þetta er því þriðja heimsráðstefna þingforseta. Til ráðstefnunnar er boðið öllum þingforsetum aðildarríkjanna 155 og einnig þingforsetum níu ríkja sem eiga aukaaðild að Alþjóðaþingmannasambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×