Innlent

Tölur yfir auglýsingatíma Haga í skekktar

Þórmundur Bergsson, framkvæmdastjóri birtingarhússin MediaCom.
Þórmundur Bergsson, framkvæmdastjóri birtingarhússin MediaCom.
Framkvæmdastjóri birtingarhúss segir tölur yfir auglýsingatíma Haga í sjónvarpi skekktar. Ef tölur yfir keyptar auglýsingar á besta tíma eru bornar saman auglýsa Hagar litlu meira á Stöð 2 en í Ríkissjónvarpinu.

Í nýlegri frétt Morgunblaðsins var nýlega fullyrt að verslanir Haga keyptu 19 sekúndur á sjónvarpsstöðvum 365 miðla fyrir hverja eina í Ríkissjónvarpinu og Skjá einum samanlagt.

Þórmundur Bergsson, framkvæmdastjóri birtingarhússin MediaCom, segir myndina skekkta. Þar séu bornar saman allar birtingar auglýsinga og kostana á fjórum sjónvarpsmiðlum 365 og bornar saman við Ríkissjónvarpið og Skjá einn.

Hann segir að raunhæfari mynd fáist til dæmis ef kostanir væru teknar út úr mælingunni, og keyptar auglýsingar á besta tíma hjá stóru stöðvunum skoðaðar.

Sé það gert og keyptar auglýsingasekúndur 10-11, Hagkaupa, Bónus, Útilífs og Debenhams hjá RÚV, Skjá einum og Stöð 2 bornar saman lítur myndin svona út. Tölurnar eru úr gagnasafni Capacent.

Heilt á litið auglýsa fyrirtæki Haga mest hjá Stöð 2 af sjónvarpsstöðvunum eða rúm 43 prósent auglýsinga, litlu minna á RÚV og minnst hjá Skjá einum. Þrátt fyrir það eru 10-11 og Hagkaup einu fyrirtæki Haga sem auglýsa mest hjá Stöð 2, en Útilíf, Debenhams og Bónus auglýsa öll frekar ýmist í Ríkissjónvarpinu eða Skjá einum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×